Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 101
BÆNIN MÁ ALDREI BRESTA ÞIG
99
J)ví líka haldið fram, að vanmáttarkenndin sé ósamboðin mannin-
um. Sé svo, væri lika rökrétt að lialda því fram, að maðurinn geti
verið sjálfum sér nógur og þá enginn máttur sterkari en hans.
En j>að er nú eitthvað ánnað en að reynslan kenni þetta. Af
reynslunni hafa menn lært hinar daglegu staðreyndir, er sýna
skýrt, að rr.aðurinn, |)ótt sterkur sé, er eins og blaktandi strá, veik-
byggður og lítilsmegandi.
Það getur þá ekki verið honum ósamboðið að finna til vanmátt-
ar síns. Miklu frentur má hann hrósa sér af því að kunna að meta
staðreyndir. Hann verður ekki veikari fyrir það, heldur miklu
sterkari. Hættan verður þá líka miklu minni á því, að hann stefni
sér út í þann vanda, sem hann er ekki fær um að leysa, ef hann
lærir af reynslunni, fer með gát og hyggindum að því marki, sem
hann keppir eftir.
Það koma oft fyrir þeir atburðir í lífi mannsins, sem hann
leysir hvorki með líkamlegum kröftum né með viti sínu og skyn-
semi. Enginn mannlegur máttur fær þá hjálpað honum. Þá er
hann fullkominn einstæðingur. Enginn mannlegur máttur fær þá
hjálpað, þó að allur heimurinn legðist á eitt. Þá er honum Ijós
nauðsyn hjálparinnar. Og þá verður hin rökrétta afleiðing sú, að
hann snýr sér til æðri máttar og andvarp bænarinnar stígur upp.
Það er eins og manninum hafi frá upphafi verið ásköpuð með-
vitundin um Guð, sem hann flýr til í bæn. Bænin er hið fyrsta
og frumlegasta trúarviðhorf, eldri en allar fórnir, helgisiðir og
guðsþjónustuhald — lífæðin í trúarlífinu.
1 öllum trúarbrögðum skipar bænin hinn veglegasta sess. I
heiðnum trúarbrögðum er hún j)ó fremur krafa en bæn, þegar
heiðinn maður biður, biður hann gjarnan í þessum anda: Verði
minn, en ekki þinn vilji.
En þetta getur ekki verið hið eðlilega viðhorf. Maðurinn, sem
snyr sér til æðri máttar, af jiví að sá máttur er meiri en hans
sjálfs, bæði að styrk og vizku, leggur þá eðlilega lausnina í vald
þessa máttar.
Hin fullkomna opinberun Guðs birtist í lífi og starfi Jesú
Krists. Enginn hefur lifað eins innilegu bænalífi og hann, eng-