Víðförli - 01.06.1950, Page 20
VÍÐFÖRLl
]8
urs Gyðings. Messías er stundum nefndur þjónn Guðs, en aldrei
sá, sem Jes. 53 talar um. Það er Jesús, sem fyrstur skapar tengsl
hér á milli, vefur þessar tvær trúarsögulega mikilvægu hugmynd-
ir saman í eitt með sjálfu lífi sínu. Þannig bendir skírn Jesú á
markmið og hámark lífsköllunar hans, krossinn. í krossdauðanum
á Jesús að gangast undir skírn, sem uppfyllir alla skírn og skapar
henni merkingu. Þetta hlutverk er honum afhent í skírninni í
Jórdan.
Þessi skýring er staðfest af ummælum Jesú sjálfs — héðan í
frá hefur orðið „skírast“ í vitund hans merkinguna ,,líða“, „deyja“
fyrir mennina. Tvívegis notar hann orðið, Mk. 10,38 og Lk. 12,50,
og í bæði skiptin talar hann um dauða sinn. Jesús hefur ekki ver-
ið kallaður til þess að skíra eins og Jóhannes, heldur til þess að
gangast undir allshei-jar skírn fyrir aðra í eitt skipti fyrir öll.
Þannig lítur hann á fórnardauða sinn. Og sú skírn er eðli sínu
samkvæmt framkvæmd allsendis óháð trú, ákvörðun og skilningi
þeirra, sem hennar eiga að njóta. Skírnarnáðin, sem hér er grund-
völluð, er í tíiginlegasta skilningi fyrirfarandi náð.
Með þessu er Ijóst, hversvegna skírn hins kristna safnaðar er
annað og meira en það, að skírn Jóhannesar sé tekin upp og að
hún getur ekki annað verið en skírn til dauða Krists. Vér skiljum
nú betur, hversvegna skírnin er skv. Nýja testamentinu hlutdeild
í dauða og upprisu Krists. Vér eygjum nú dýpstu rætur þeirrar
kenningar, sem útlistuð er í Róm. 6, kenningar, sem verður rakin
um alll Nýja test.
Staðfestingu þessa er að finna í Jh. 1,29—34. Þcssi orð eru, ef
svo mætd segja, fyrsta útleggingin á frásögn samstofna guðspjall-
anna. Jóhannesarguðspjall skýrir frá skírn Jesú í mynd vitnisburð-
ar, sem Jóhannes skírari flytur um Krist, þegar skírn hans er um
garð gengin. Það er ekki sagt frá henni, gengið út frá henni sem al-
kunnri staðreynd og lagt út af henni. Vitnisburðurinn er dreginn
saman í 29. v: Sjá, Guðs lambið, sem ber synd heimsins. Og í 33.
v. minnir Jóhannes skírari á, að hann hafi séð heil. anda stíga
niður yfir Jesúm og hvíla yfir honum. Niðurstaða hans verður:
Eg hefi séð það og ég hefi vitnað, að þessi er guðssonurinn.