Víðförli - 01.06.1950, Page 61

Víðförli - 01.06.1950, Page 61
ÍSLENZKAR BIBLÍUÞÝÐINGAR 59 útgáfu1 í 500 eintökum2 á Hólum 1584. Og er hann lét aftur prenta Nýja testamentið sérstaklega á Hólum 1609, gerði hann enn á því litlar breytingar — og fæstar til málfarsbóta.3 En að þýðingu Gamla testamentisins og Apokryfu bókanna í Guðbrands- biblíu stóðu ýmsir, m. a. Oddur Gottskálksson og Gissur bisku]) Einarsson o. fl., en Guðbrandur breytti þýðingunum að vild sinni, og sjálfur þýddi hann það, er á skorti til að fylla í skörðin.4 Hér !) Alls eru í Guðbrandsbiblíu 29 (tré)skurðarmyndir. Ein þeirra, af Páli postula, virðist vera með fangamarki Guðbrands og er líklega skorin af bon- um, enda var hann hagleiksmaður, þótt Ilalldór Hermannsson dragi nú í efa, að bann liafi haft kunnáttu til þessa (Islandica XXIX, 1—3). f erfi- drápu biskups eftir séra Magnús Ólafsson í Laufási er þó sagt, að bann hafi „sjálfur skorið“ breyttan bókstaf í Biblíuna. (Biskupasögur Jóns Hall- dórssonar II, 292). 2) Skv. heimild Guðbrands sjálfs, sbr. Pál Eggert Ólason, Skírnir 1917, 211, Menn og menntir III, 711. Þetta fellur og vel við eintakafjölda sálmabók- ar Guðbrands frá 1589, sem var 375. Llins vegar er því víða haldið fram, að upplag Guðbrandsbiblíu bafi verið 1000 eintök (sbr. Islandica IX, 32 og Árbók Landsbókasafnsins III—IV, 91). Af henni mun nú vera mest til allra íslenzkra bóka frá 16. öld. 8) Til er einnig í kgl. bókasafninu í Kaupmannahöfn skinnhandritsbrot allra guðspjallanna frá því um 1600, og kvað það vera sjálfstæð þýðing óprent- uð (Thott 26,4to). Hins vegar er sennilegt, að uppskrift guðspjallanna og Postulasögunnar, sem lokið er 1599 (Thott 25,4to), sé gerð eftir Guðbrar ls- biblíu, en það er ókannað. En í handritaskránni segir, að Lúkasar og Jó- hannesar guðspjöll í skinnhandriti frá síðara hluta 16. aldar „virðist" vera samhljóða Nýja testamenti Odds (Ny kgl. sml. ll,fol.). 4) í Guðbrandsbiblíu þýddi Oddur Gottskálksson auk Nýja testamentis- ins með vissu Davíðssálma og áreiðanlega fleiri rit (þ. á m. e. t. v. Spá- mannabækurnar). Gissur Einarsson þýddi Orðskviði Salómons og Síraksbók, líklega Jobsbók og ef til vill Samúelsbækurnar. Guðbrandur hafði áður gefið út þýðingar Gissurar á Orðskviðunum og Síraksbók, hvora í sinu lagi 1580, þótt þýðanda sé þar ekki getið. Einnig nefna heimildir biskupana Ólaf Hjalta- son og Gísla Jónsson meðal þeirra, sem unnið hafi að Biblíunni, auk Guð- brands biskups, þótt allt sé óvissara um hlutdeild þeirra. En Guðbrandur getur sjálíur um breytingar sínar á þýðingunt annarra, sem voru sumar smá- vægilegar, aðrar gagngerðar (formáli fyrir Summariu yfir Gamla testamentið, Núpufelli 1591). Sjá annars um þessi efni Menn og menntir II, 556—70 og IV, 373—83.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.