Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 98
96
VÍÐFÖRLL
Auðvi-tað megum vér ekki skilja þessi orð svo, að það sé sama,
h\rað vér biðjum um, og segir Jóhannes postuli það berlega í einu
af bréfum sínum: „Og þetta er sú djörfung, sem vér höfum til
hans, að ef vér biðjum um eitthvað eftir 'nans vilja, þá heyrir hann
oss“.
Hér sem alls staðar annars er fullt samræmi í kenningu Jesú og
breytni. Alls staðar sjáum vér þess dæmi, hvílíkan unað og kraft
hann hefur sótt til bænarinnar. Hann biðst fyrir á hátíðlegum og
áhrifaríkum stundum hérvistardaga sinna. Hann fer á óbyggða
staði til að biðjast fyrir, áður en hann byrjar nýtt dagsverk —
leitar einverunnar til þess að vera einn með Guði. Hann leitar til
Guðs í bæn, er hann tekur mikilsvarðandi ákvarðanir eða gerir
kraftaverk. Hann syngur Guði lofgjörð í bæn, er hann færir hon-
um þakkir. Og á krossinuin felur hann önd sína Guði með bæn-
arandvarp á vörum.
Bænin hefur ekki verið lærisveinunum ókunn, áður en þeir
kynntust Jesú. Og ekki hafa þeir heldur verið ófróðir um, að þeim
var nauðsynlegt að biðja. Þjóð þeirra var bænrækin og iðkaði
mikið bænahald, bænin var fastur liður í trúariðkun hennar. En
ekki höfðu lærisveinarnir verið lengi með Jesú, er þeir fóru að
taka eftir því, að mikill munur var á bænahaldi hans og landa
hans.
Þetta kernur líka greinilega fram, er þeir biðja hann að kenna
sér að biðja. Hann býður þeim þá að forðast ónytjumælgi í bæn-
um sínum, því að ekki hljóti þeir bænheyrzlu fremur fyrir það. Og
hann varar þá við að biðjast fyrir sem hræsnararnir, sem sé ljúft
að biðjast fyrir standandi í samkundunum og á strætum úti til þess
að verða séðir af mönnum, því að þannig nái bænin ekki til-
gangi sínum.
Með þessu vill Jesús leggja áherzlu á, að hugarfar hræsnarans
megi ekki finnast hjá biðjandi manni. „En þegar þú biðst
fyrir, þá gakk inn í herbergi þitt og er þú hefur lokað dyrum
þínum, þá bið föður þinn, sem er í leyndum, og faðir þinn, sem
sér í leyndum, mun endurgjalda þér.“
FJcki má taka þessi orð svo bókstaflega, að vér megum hvergi