Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 84
82
VÍÐFÖRLI
endurþýða mestallt Gamla testamentið, en Gísli Skúlason, síðar
prestur á Stokkseyri, aðstoðaði við lok síðari Samúelsbókar > g
Konungabækurnar og tók að sér endurþýðingu Kroníkubókanna
beggja og meginhluta Davíðssálma, þótt Haraldur færi aftur yfir
það allt. En til yfirumsjónar þýðingunni var nefnd, skipuð Hall-
grími biskupi Sveinssyni, Þórhalli Rjarnarsyni, forstöðumanni
Prestaskólans, og Steingrími skáldi Thorsteinssyni, og mun þó eng-
inn þeirra þrímenninga hafa kunnað hebresku að gagni. En hér
var Gamla testamentið allt þýtt í fyrsta sinn á íslenzku úr frum-
málunum, og hefur enginn einn maður þýtt á íslenzku jafnmik-
inn hluta Biblíunnar og Haraldur Níelsson.
Nýja testamentið þýddu úr frummálinu prestaskólakennararnir
þrír. Þórhallur Bjarnarson þýddi Markúsar guðspjall, Postulasög-
una, Hirðisbréfin, Hebreabréfið og Oj)inberunarbókina; Jón
Hélgason þýddi Matteusar og Jóhannesar guðspjöll og bréfin til
Rómverja, Korinþumanna, Efesus- og Kólossumanna; og Eiríkur
Briem þýddi Lúkasar guðspjall, bréfin til Galatamanna, Filippí-
rnanna, Þessaloníkumanna og Fílemons og almennu bréfin. En
Hallgrímur biskup Sveinsson hafði hönd í bagga með þýðingar-
starfinu öllu.
Þetta verk tók áratug. Áður en því lauk til fulls, voru einstök
rit gefin út sem sýnishorn þýðingarstarfsins (1. Mós., Jesaja. guð-
spjöllin einstök og Postulasagan í Rvk. á árunum 1899—1902).
En Nýja testamentið í heild var prentað í Reykjavík 19061 og
Biblían öll — í 9. sinn — í Reykjavík 1908, „ný þýðing úr frum-
málunum“. Það er yfirleitt réttnefni að kalla biblíugerð þessa ný-
þýðingu, þótt auðvitað sé þar höfð hliðsjón af eldri þýðingum,
svo að hún á sér þar víða fornar rætur. Ef borið er saman við
næstu biblíuútgáfu á undan, er ljóst, að á mörgum stöðum er
sveigt meir í áttina til þýðingar Odds og Guðbrandsbiblíu, og er
þó ætlan mín, að frá þeim — og þýðingum Sveinbjarnar — mætti
D Myndskreytt útgáfa Nýja testamentisins, sem prentuð var í London
1903 á vegum The Scripture Gift Mission og SjónarhæðartrúboSsins á Ak-
ureyri, er gerð eftir biblíuútgáfunni frá 1866.