Víðförli - 01.06.1950, Page 66
64
VÍÐFÖRLl
V.
Áður en byrjað var á þriðju biblíuprentuninni, 84 áruni síðar
en Þorláksbiblía kom út, er að geta þýðinga fjögurra lærdóms-
manna og höfuðklerka, þótt engin þeirra kæmist á prent og mikill
hluti þeirra sé nú glataður.
Jobsbók er til frá fyrra hluta 17. aldar í þýðingu séra Odds
Oddssonar gamla á Reynivöllum í Kjós1 (d. 1649, 84 ára gamall);
hann kvað hafa þýtt hana úr hebresku,2 og er þetta þá elzta íslenzk
biblíuþýðing, sem nú er til, gerð úr frummálunum.
Brynjólfur biskup Sveinsson er sagður hafa tekið að þýða Nýja
testamentið úr grísku og beðið Þorlák Hólabiskup að prenta það,
þegar lokið væri þýðingunni, en verið synjað þess með þeim rök-
um, að mismunandi þýðingar myndu horfa „til ásteytingar framar
en uppbyggingar hjá einföldum almúga.“3 Þar eð tilraunir Brynj-
ólfs til að koma upp prentverki í Skálholti urðu einnig árangurs-
lausar, hefur hann brátt hætt þýðingu sinni, sem kvað aðeins hafa
náð til Matteusar guðspjalls.4 Þýðingarbrotið er sagt hafa verið
fornyrt og stirðlegt sökum þess, hve grískan hafi verið geysiná-
kvæmlega þrædd.5 En ekkert er nú af því varðveitt. Það hefur
sennilega verið gert um eða rétt eftir miðja 17. öld, og mun þetta
vera í fyrsta sinri, sem lslendingur þýðir rit úr Nýja testamentinu
beint úr frummálinu. Hins vegar brestur gögn til að skera úr um
það, hvort fyrr hafi verið gerð guðspjallsþýðing Brynjólfs eða
0 Gl. kgl. sml. 3377, 8vo. Eiginhandarrit Odds að JobsbókarþýSingunni
var í eigu Harboes, sem hafði einnig heyrt sagnir um, að Oddur hefði þýtt
úr hebresku 1. Mósebók. (Dán. Bibl. VIII, 142).
2) Finnur Jónsson: Hist. eccl. Isl. III, 199. Þýðing sú á Davíðssálmum,
sem Oddi er þarna eignuð, er líklega hin sama og ljóðaþýðing hans (sbr. Jón
Þorkelsson: Digtningen pá Island i det 15. og 16. irh., 479).
3) Biskupasögur Jóns Halldórssonar I, 278.
4) Ævisaga Jóns Þorkelssonar skólameistara T, 383: Harboe, Danische
Biblicthee VIII, 143.
®) Finnur Jónsson: Hist. eccl. Isl. III, 634—35; Jón Ólafsson Grunn-
víkingur, JS 96, 4to, bls. 269, þar sem segir, að þýðingin muni hafa verið
orði til orðs.