Víðförli - 01.06.1950, Blaðsíða 102
100
VÍÐFÖRLI
inn hefur lagt eins ríkt á við lærisveina sína að biðja og hann,
enginn hefur kennt eins vel að biðja og hann. Bæn hans var ekki
krafa, heldur fyrst og fremst lof og þakkargjörS til FöSurins
himneska, ásamt beiðni, sem ekki krafSist úrlausnar, nema það
væri Guðs heilagi vilji: ,,VerSi þinn en ekki minn vilji,“ sagði
hann á örlaga stundu.
í þessum anda biSur hver sannkristinn maSur og hefur beðiS
allt frá Krists dögum.
Hann kennir oss að biðja og ekki einungis þá, er vér þurfum
einhvers meS, heldur eigum vér aS lifa stöSugu bænalífi, þar sem
vér lofum hann og vegsömum, biSjum hann að gefa oss styrk til
að standa stöðugir sem trúir lærisveinar hans, biðjum hann að
hjálpa oss í baráttu við freistingar og mannlegan veikleika, biSj-
um hann að vernda, styrkja, laða og leiða vini vora. Já, biSjum
fyrir öðrum, þeim sem líða og þjást eða fara villir vegar —,
biðjum í anda Krists og samkvæmt kenningu hans. Þá verður bæn-
in hjartnæm, hógvær og örugg.
Þannig á bænin að vera. Vér eigum að varast að þylja bænir
til að sýnast fyrir öðrum mönnum. Það er engin bæn, hversu löng
og fagurlega orðuð sem hún annars kann að vera. Bænin fer
ekki annarra á rnilli en Guðs og þess, sem biður. Það veit eng-
inr: nema þú og hann, hvort þú berð óskir þínar fram fyrir hann
með þakkargjörð, hvort þú bugsar eins mikið um aðra og sjálf-
an þig og felur þá Guði. Það veit enginn nema Guð einn, hvort þú
spyrð hann ráða í öllum fyrirtækjum þínum eða fyrirætlunum.
Hann einn veit, hvort þú lyftir huga þínum upp til hans, þegar
þú vaknar á morgnana, eða hvort þú felur þig honum á vald á
kvöldin, honum, sem vakir yfir oss allar stundir.
Það hefur verið sagt, að hænin sé andardráttur trúarlífsins. Hún
er m. ö. o. eins nauðsynleg og óhjákvæmileg trúarlífi mannsins
og andardrátturinn mannlegum líkama. Slík nauðsyn er oss að
biðja og biðja oft, heilshugar og hjartanlega. Vér skulum biðjast
fyrir, þegar löngun hjartans knýr oss til þess og oss er yndi að
bæninni, en vér skulum einnig biðja, jafnvel þó oss finnist vér
ekki geta það þá stundina — jafnvel þótt oss sé það ógeðfellí.