Víðförli - 01.06.1950, Page 31
TRÚ OG VÍSINDI
20
á sér, í hverju handbragði, sem miSar að' fegurS, hvort sem þaS
er gert meS bandprjóni eSa hnífkuta, hvort sem er sönglag eSa
IjóShending eSa um er aS ræSa hin æSstu afrek í listum og tækni.
Og þaS er vilji skaparans, sem búiS hefur manninn vitinu og látiS
þaS komast til meSvitundar um sjálft sig hjá honum, vilji þess
skapara, sem skapaSi manninn í sinni mynd, aS maSurinn beili
viti sínu og hlíti leiSsögn þess svo langt og svo hátt sem verSa má.
HvaS þessi grundvallarafstaSa, sem EvrópuþjóSir drukku í sig
meS móSurmjólkinni, þær þjóSir, sem urSu merkisberar nútíma-
menningar og allar hófust til menningar á rústum þess hruns,
sem varS sökurn innri upplausnar fornaldarmenningarinnar og
holskeflu þjóSflutninganna, þjóSirnar, sem allar voru studdar á
legg í menningarlegu tilliti af kirkjunni — þaS verSur ekki metiS.
ÞaS er samfelld meginhugsun kristinnar guSfræSi, aS sannleiks-
hugsjónin og sannleikshollustan sé endurskin hins guSlega ljóss,
þaS lumen r.aturale, náttúrlega ljós, sem varpar birtu yfir, svo
aS sannindi verSa fundin, hverrar tegundar, sem eru, sé frá GuSi
og þessi guSIegi uppruni sé einmitt hin trygga bakábyrgS, sem
valdi því, aS maSurinn geti greint sannleik frá lygi, rétt frá
röngu, tryggingin fyrir því, aS þau sannindi, sem maSurinn finn-
ur, séu sönn, og ekki aSeins ný tegund blekkingar. Hjá þér er
uppspretta lífsins og í þínu Ijósi sjáum vér Ijós (Sálm. 26, 10),
þetta er aS samfelldum, einhuga skilningi kristinnar guSfræSi þaS
aSalsbréf skynseminnar og allrar skynsamlegrar viSleitni, sem
gefur henni hiklausa djörfung og öryggi. Vit mannsins er á sömu
bylgjulengd, ef svo mætti segja, og vitiS, sem heimana gerSi og
setti þeim lög. Ratio est pars divinae naturae, skynsemin er brot
hins guSlega eSlis, segir Luther. Þess vegna er til nokkurs aS rýna
í rúnir þessa heims í von um aS ná árangri. Og Thomas Aquinas
segir: Omne verum a quocunque dicatur est a spiritu sancto,
sérhver sannleikur, hver svo sem tjáir hann, er af heilögum anda.
Ef maSur ber þetta saman viS þá efunarhyggju, sem hefur
einkennt indverska lífsskoðun, — en Indverjinn þekkir engan
heimsskapara, hinn ytri heimur er blekking, tálsýn, fyrirbærin
lila, leikur himinbúanna, efnisheimurinn í eSli sínu vondur,