Víðförli - 01.06.1950, Page 64
62
VÍÐFÖRLI
um, því að svo hátt sem það himinninn er upp yfir jörðinni, þá
lætur hann sína miskunnsemi mikla vera yfir þeim, sem hann
óttast. Svo fjarri sem það austrið er vestrinu, svo lætur hann vorar
misgjörðir oss fjarlægar vera.“
Ur þýðingum þeim, sem Gissur hiskup Einarsson mun eiga í
Guðbrandsbiblíu, skal hér tekið lítið eitt upp úr Jobsbók. Fyrst
fáein vers úr 19. kap., sem Hallgrímur Pétursson hafði í huga,
er hann orti: „Ég veit minn ljúfur lifir lausnarinn himnum á“ í
sálminum Allt eins og blómstrið eina: „En eg veit, að minn
endurlausnari lifir og það hann mun hér eftir á seinna meir upp
vekja mig af jörðunni og það eg mun síðar meir umgefast með
þessu mínu hörundi og að eg mun sjá Guð í mínu holdi.“ Og úr
25. kap.: „Er ekki herradæmið og ógnunin hjá honum, sem setur
friðinn á meðal hinna hæstu? Hver fær lalið hans stríðsmenn?
Og yfir hverjum þá uppgengur ekki hans ljós? Og hverninn kann
maðurinn réttlátur að vera fyrir Guði? Og hverninn kann sá, sem
af konunni er fæddur, hreinn að vera? Sjá þú, tunglið skín enn
nú ekki og stjörnurnar eru ekki klárar í hans augliti. Hversu
miklu miður mun þá maðurinn, sá mölur, sá mannsins sonur og
maðkur.“
Loks eru hér nokkur vers ósamstæð úr lokum Prédikarans, en
ckki er vitað, hver þýtt hefur þá bók:
„Svo gleð þig, ungmenni, í þinni æsku, og lát þitt hjarla vera
glatt á þínum ungdóms dögum. Gjör hvað þitt hjarta lystir og
hvað þínum augum þóknast . . . Láttu sorgina vera langt frá þínu
hjarta, og tak það hið vonda frá þínu lífi .. . Minnst þú á þinn
skapara í þínum ungdómi, áður en þeir vondu dagarnir koma og
árin nálgast, að þú segir: Það þóknast mér ekki. Áður en sólin,
tunglið og stjörnurnar verða myrkvar og skýin koma aftur eftir
regnið .. . Áður en silfursnúran í burt brestur og sú gullkeldan
framhleypur og þær vatnsskjólurnar lestast hjá brunnunum og
hjólin í sundur brotna yfir brunnunum. Því að duftið hlýtur að
verða aftur að moldu, sem það áður var, en lífið og andinn kem-
ur aftur til Guðs þess, sem hann gaf.“
Þar sem því er hér lýst á svo fagurlegan hátt, hvernig allt