Víðförli - 01.06.1950, Qupperneq 110
108
VÍÐFÖRLI
cathedra, í embættisnafni. AS telja þessa kenningu andkristilega
hefur vissulega mikið til síns máls. Um leið og eitthvað mannlegt
er talið jafnhliða Guði, Jesú Kristi og Guðs orði, þá er það orðið
andkristilegt, þ. e. það setur sig upp á móti Kristi. Oft gera menn
þetta, t. d. telja þeir náttúruna, heimsspekina, vísindin eða eitt-
hvert mannvirki jafnhliða eða æðra Jesú Kristi. Um Jeið er þetta
orðið andkristilegt, vitandi eða óafvitandi. Það er Drottinn einn.
sem er herra kristinna manna, og ekkert má skyggja á orð hans.
V.
G. T. talar um dag Droltins, og spámennirnir lýsa honum sem
dómsdegi (Jóel 2., Malaki 3. og víðar). í guðspjöllunum finnum
vér hinar miklu endurkomuræður Jesú sjálfs. Hann talar um komu
sína í dýrð sinni og um komu ríkis síns. Hann talar um, að þessi
kynslóð muni ekki líða undir lok, áður en þetta kemur fram (Mt.
16. 27 n) og líkir komu sinni við eldingu, svo skyndileg muni hún
verða (Mt. 24.27, Lúk. 17.24, 21.27). Hann mun koma í skýjurn
himinsins, og allar þjóðir munu sjá hann, einnig þeir, sem gegnum-
stungu hann, og allar kynkvíslir jarðarinnar munu kveina yfir hon-
um (Op. 1.7). En lærisveinarnir munu fagna, og endurkoman verð-
ur sýnileg (Post. 1,11 sbr. 2. Þess. 2.8 og 1. Tím. 6.14). Þá mun
eldur dómsins koma yfir Andkristinn og fylgjendur hans (Sjá 2-
Þess. 1.8 nn og 2.8 nn).
Kenningin um sýnilega endurkomu Jesú Krists er svo Sugljós.
að enginn vafi getur leikið á því, að hún er frá honum sjálfum.
Og ítök hennar í fornkristninni voru svo öflug, að það er f jarstæða
að hugsa sér, að hún sé til orðin úr engu.
Játningar kristinnar kirkju hafa heldur ekki gleymt þessu.
Bæði postullega játningin og Nikeujátningin nefna endurkomuna.
Augustana hefur í 17. grein sinni: „Ennfremur kenna þeir, að
Kristur muni birtast við endi heims, til þess að halda dóm, og
muni uppvekja alla framliðna . .
Nokkrir erfiðleikar hafa risið af því, að Jesús virðist sums
staðar tala um, að hann komi mjög bráðlega, og lærisveinarnir hafa
haft þá trú, að tíminn væri stuttur. Hafa því sumir guðfræðingar