Víðförli - 01.06.1950, Page 35

Víðförli - 01.06.1950, Page 35
TRÚ OG VÍSINDI 33 mennirnir tóku upp slagorðið: Regnum hominis, ríki mannsins, í vitandi andstöðu við kjörorð miðaldanna: Ríki Guðs. Siðbótin er andóf gegn yfirdrottnun helgivaldsins yfir trú og samvizku. í kjölfar þessara byltinga koma hinar stórkostlegu uppgötvanir, sem gjörbylta þeirri heimsmynd, sem miðaldirnar höfðu tekið að erfðum af fornöldinni, og sívaxandi uppfinningar á öllum sviðum náttúrufræða. Nú snúast málin þannig, að í stað þess að áður hafði verið litið svo á, að í rauninni væri uni samskonar vitneskju að ræða í trúnni og vísindunum, aðeins á mismunandi stigum, fara að koma fram raddir um það, að trú og þekking séu andstæður, sem útiloki hvor aðra. Raunvísindin höfðu af skiljanlegum ástæðum ofuráhrif á hugi manna og menn tóku að draga víðtækar heimspekilegar ályktanir af þeim forsendum, sem þeim virtust niðurstöður þeirra leggja upp í hendurnar. Nú hefst mikil og óvinsamleg gagnrýni í garð trúarinnar. I þeim heimi, sem var að Ijúka upp undrum sínum meir og meir og ó- sveigjanlegum lögmálum átti hin persónulega guðsmynd trúar- innar engan tilverurétt. í svipinn létu menn sér nægja að gera Cuð að fyrstu orsök, liann hefði sett heimsvélina af stað í upp- hafi, en síðan dregið sig í hlé. Þetta var skoðun deistanna á 17. öld. Síðan varð þessi himneski öryrki og eftirlaunaguð alveg óþörf getgáta, eftir var efnið, efnisheimurinn, hið eina raunveru- lega og varanlega og lögmál hans, blind og altæk. Öld hinnar vélrænu efnishyggju gekk í garð. Svo kemur uppgötvun Darwins og þar með var maðurinn dreginn inn í hið mikla, vélgenga, efn- isbundna samhengi, maðurinn, andinn, menningin, þetla var nátt- úra eins og annað, sömu lögum undirorpið. Nalúralisminn þótti hin eina rökrétta lífsskoðun og nálega sönnuð vísindalega. Hér er fljótt yfir sögu farið og hér væri langa sögu að segja um árekstra trúar og vísinda, eins og löngum er að orði komizt. Gn í reyndinni var ekki um að ræða árekstra milli trúar og vís- inda, hvorki materialisminn né natúralisminn voru vísindi, heldur metafysik, sem ekki byggðist á neinum reynslusönnunum og hvorki var né er mögulegt að sanna, og þess vegna voru hófsamir, vís- mdalega hugsandi menn og aHsgáðir ævinlega varkárir að taka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.