Víðförli - 01.06.1950, Side 25

Víðförli - 01.06.1950, Side 25
VORU UNGBÖRN SKÍRÐ í FRUMKRISTNI? 23 inni veitist einstaklingnum þaS á persónulegan hátt, sem Kristur hefur afrekað. Og þar meS er gert tilkall til hans af Guðs hálfu. Því er alvarlegt aS falla úr skírnarnáðinni. ÞaS ónýtir áhrif henn- ar og ávexti, en ekki hana sjálfa. Þetta má skýra með dæmi: Þegar manni er veittur ríkisborgara- réttur, þá á sér stað raunveruleg upptaka í viðkomandi ríki. Það er ekki aðeins kunngjörð ákvörðun eða staðreynd, heldur gerist raunverulegur viðburður, sem skiptir sköpum. Allt, sem ríkið sem slíkt hefur upp á að bjóða, veitist hinum nýja þegni, og það án tillits til þess, hvort hann óskar þess eða ekki eða hvað honum verður úr þessu síðar meir. Einnig hvítvoðungar eru þannig gerð- ir ríkisborgarar með öllu því, sem það felur í sér af réttindum og skyldum. Hvort sem þiggjandinn hefur sótt um þetta eða ekki, þá skiptir afstaða hans eða hugur ekki neinu meginmáli á þeirri stundu, sem þelta gerist. En bæði fyrir ríkið og hinn nýja þegn skiptir afstaða hans síðar meginmáli. En hvernig sem um það fer, þá er sjálf veiting réttarins jafnvirkileg fyrir því og engan veginn aðeins táknræn. Hann öðlast ekki aðeins borgarabréf, heldur öll efnisleg og andleg réttindi ríkisþegns. Hann getur fyrirgert þessu, en þá er hann föðurlandssvikari. Líkingin er ekki fullkomin, en bendir þó til þess, hvað skírnin er. Hún er Guðs verk, sem ekki hefur rök sín í afstöðu mannsins. En hvað úr henni verður, er undir einstaklingnum komið. Á skírn- arstundinni verða að Guðs frumkvæði þau úrslit og örlagahvörf, sem móta alla aðstöðu mannsins þaðan af. En á hvern hátt — það er spurningin um trú skírnþegans. Getur skírn haft slíkt gildi, þegar óviti á í hlut? Því iná svara raeð annarri spurningu: Hvernig gat atburðurinn á Golgata orðið eilífgild gjöf öllu mannkyni til handa, án vitundar þefts og vilja? En getur óvita barn öðlast heilagan anda? Kristin skírn er, skv. áður sögðu, óhugsandi án gjafar heilags anda, og vér fullyrðum, að allt, sem N. t. segir almennt um skírnina, gildi og um skírn barna. f frásögum Postulasögunnar af skírnarathöfnum er t.ungutal venjulega hið ytra merki um gjöf heilags anda. Slík ytri merki eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.