Víðförli - 01.06.1950, Síða 62

Víðförli - 01.06.1950, Síða 62
60 VÍÐFÖRLI hefur því verið líkt farið og með Nýja testamentisþýðingu Odds Gottskálkssonar. að þýtt hefur verið aðallega eftir þýzku Biblíu Lúters með nokkurri hliðsjón af latneskum þýðingum, en þó einnig af danskri Biblíu (Kristjáns III.).1 Mál og stíll á Guð- brandsbiblíu er víðast hvar sæmilegt og sums staðar gott. Guð- brandur bjó yfir góðri þekkingu á íslenzkri tungu og vandaði hana jafnan eftir mætti, þótt varla geti bann talizt neinn ritsnillingur. Að vísu var málið fyrir Guðbrandi fyrst og fremst tæki til að framkvæma bið mikla hlutverk hans: að grunnmúra lúterskan rétttrúnað með íslenzku þjóðinni. En málvöndunaráhuginn var jafn sterkur og einlægur allt um það. Viðhorf Guðbrands til þess- ara efna kemur glögglega fram í hinum merkilega formála sálma- bókarinnar, sem hann gaf út 5 árum síðar en Biblíuna. Þar segir hann m. a.: „Mjög er það misráðið og ólaglegt að vanda verald- legar vísur og önnur ónytsamleg kvæði með mestri orðsnilli og mælsku, sem maður kann helzt, en hirða ekki að vanda það, sem Guði og hans lofgjörð til kemur.“ — En Nýja testamentisþýðing Odds, Guðbrandsbiblía og aðrar guðsorðaútgáfur Guðbrands eru grundvöllur allra biblíuþýðinga okkar og íslenzks kirkjumáls fram á 19. öld — og raunar hornsteinar þess um alla tíð. Og hér má taka enn dýpra í árinni. Það er allsendis óvíst, að við töluðum íslenzku í dag, ef Biblían hefði ekki verið þýdd á íslenzku jafn- snemma og jafnvel og raun ber vitni. Ef Islendingum hefði verið þröngvað til að nota danska Biblíu og önnur dönsk guðræknirit þarna við upphaf prentaldar og upphaf bins nýja siðar, má nærri geta, hvílíkt mark danskan hefði sett á kirkjumálið, sem hafði aft- ur mjög mikil áhrif á allt málfar almennings, svo að hælt er við, að tunga okkar hefði þá orðið að einhvers konar hrærigraut eða hrognamáli. Svona mikil er þakkarskuldin, sem við eigum að gjalda fyrstu biblíuþýðendum okkar, jafnt að því er varðar tung- una sem trúna. ' O Formáli Guðbrands fyrir Summariu 1591 (um danska biblíunotkun); Ludvig Harboe: Kurtze Nachricht von der islándischen Bibelhistorie, Dun- ische Bibliothec VIII, Kh. 1746 (49—50, 61 o. áfr., um frávik frá þýðingu Lúters skv. Vulgata); Menn og menntir II, 557—62.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.