Skírnir - 01.01.1870, Blaðsíða 15
INNGANGTJR.
15
unum, er mesti gaumur gefinn, og eins öllu ásigkomulagi jar8-
vegsins, þar sem j>ær menjar hafa veriS fólgnar. Af þessu er
hægt aS skilja, aS þa? einkanlega eru rannsóknir náttúrufræSing-
anna (dýrafræSinga, jarSarfræbinga og svo frv.), er mest er undir
komií), þegar ætla skal á um, hversu lengi leifarnar hafi legiS á
þeim staS, er þær hafa fundizt. því komu og margir af enum
ágætustu og frægustu vísindamönnum í þessum greinum til fundar.
Fundinn sóttu frá öSrum löndum 111, og skulum vjer nefna
nokkra af þeim, er bæ?>i eru mestu skörungar í fræ?i íinni og
einkanlega hafa stuSt rannsóknir formenjanna me? ýmsu móti.
Af þjó?frægustu náttúrufræSingum komu þessir: Carl Yogt frá
Genevu, Quatrefages frá París, Paul Gervais frá París, Virchow frá
Berlin, Scliaafhausen frá Bonn, Dúben frá SvíþjóS („mannfræS-
ingar“, líkkurSarfræSingar, ,,hauskúpna-sko8endur“); jarSfræSing-
arnir: lléhert frá Frakklandi, Désor frá Neuchatel, Fraas frá
Stuttgart, Capellini frá Bologna, auk fl. Af fornmenjafræSingum
nefnum vjer sjerílagi: Nilsson frá SvíþjóS (Lundi), Lisch frá
Meklenhorg (Schwerin), A. Bertrand frá Frakklandi, Przezdziecki
frá Varsjöfu, Uvaroff greifa frá Moskau, Spring frá Bryssel, auk
margra annara hauga- og dysja-kannenda. Einn af þeim, er komu
frá Frakklandi (26) var liinn þjóSfrægi sagnaritari Henry Martin.
Eitt af því, er áSur hefir veriS hreift, og nú þótti leiSt til fullrar
vissu, var tvídeiling steinaldarinnar, svo sem leifarnar benda á.
þaS sem fundiS er í þeim haugum, er Danir kalla „öskuhauga“
(„Kjökkenmöddinger“), þykir allt ófullkomnara, klunnalegra og
bera vott um minni kunnáttu og ófágaSri siSi, en hitt er, fundiS
er í dysjum eSa graptarhellum (Stendysser, Jœttestuer). þaS
fólk, sem öskuhaugarnir1 geyma leifar eptir, ætla menn vera hiS
eldra steinaldarfólk, og á NorSurlöndum frumbyggjendur. í enum
sySri löndum álfu vorrar sýna leifarnar, aS þaS hefir veriS sam-
tíSis þeim dýrum, er fyrir löngu voru horfin í þeim löndum,
') Haugar fullir af ostraskeljum, beinum og ýmsu öðru, cr víða finnast
við strendur í Danmörk — og í mörgum öðrum löndum —; en þar
sem þeir eru, ælla menn að steinaldarinenn hafi haft bækislöðvar
sinar, eða slegið sjer saman til vistar, og legið fjrir veiðum eða sjófangi.