Skírnir - 01.01.1870, Síða 251
FRÉTTIR AF ÍSLANDI.
251
skuldabréf yrím gefin fyrir. — Eptir lángar umræður féllst þíngiB á
álit nefndarinnar og tillögur hennar (meS 15 atkv. gegu 11, og 16 atkv.
gegn 3); en minni hluti þíngsins ritaSi jafnframt ágreiníngsatkvæSi
um máliS, og var þar tekiS fram: aö þaS hefSi aS þeirra áliti
veriS skylda þíngsins, aS ræSa hinar einstöku greinir frumvarps-
ins, segja álit sitt um þær og þannig leitast viS aS hafa þau
áhrit', er því væri unnt, á þaS, aS ákvarSanir laganna yrSu sem
heppilegastar. — í umræSunum hafSi þaS veriS tekiS fram: aS
fyrst þíngiS eigi hefSi neitt samþykktar- eSa samníngsatkvæSi,
þá gætu tillögur þess heldur eigi skuldbundiS landsmenn aS neinu
leyti; aS Íslendíngar hefSu enga ástæSu til aS hafa á móti, aS
ríkisþíng Dana legSi samþykki sitt á undirstöSuatriSi stjórnar-
skrár þeirra, ef til þess kæmi, því slíkt gæfi aSeins tryggíngu
fyrir, aS þaS eigi síSar hlutaSist til um þau; og aS Íslendíngar
hefSu meS fjárráSum öllum næga tryggíngu fyrir stjórn sinni,
þótt ráSgjafinn hefSi aSeins ábyrgS fyrir ríkisþínginu, því öll
stjórn landsins, ér aS mestu leyti mundi verSa hjá landstjóranum,
væri bundin viS, aS alþíngi veitti nægilegt fé. I ágreiníngs-at-
kvæSi minna hlutans var meSal annars fariS fram á þá breytíngu
viS frumvarpiS: aS IslandlegSi ekkert til hinua almennu málefna
ríkisins fyrri en íslenzkir fulltrúar ættu sæti á ríkisþíngi Dana
(en um þaS skyldi eptir stjórnarfrumvarpinu á kveSa meS lögum,
er ríkisþíngiS og alþíngi samþykkti); aS Islandi yrSu veittir úr
ríkissjóSi 50000 rd. fast tillag og 10000 rd. bráSabirgSartillag,
og numin burt sú ákvörSun, aS þessu mætti breyta meS lögum,
er ríkisþíngiS samþykkti; enn fremur, aS meSal hinna sérstöku
málefna íslands yrSu talin landvarnarmálefni; og aS endíngu:
aS hin dönsku grundvallarlög skyldu eigi verSa birt á Islandi. —
Meiri hluti þíngsins beiddist ennfremur, af þeirri ástæSu, aS
frumvarpiS til stjórnarskrár íslands stæSi í svo nánu sambandi
viS hitt frumvarpiS, um stöSu Islands í ríkinu, og þíngiS hefSi eigi
samþykktaratkvæSi í málinu, aS fyrnefnt frumvarp heldur eigi næSi
lagagildi, en aS nýtt frumvarp yrSi lagt fyrir þíngiS 1871, og
til vara, aS frumvarpiS yrSi staSfest meS öllum þeim breytíngum,
er þíngiS hafSi gjört viS þaS og sem einkum voru fólgnar í, aS