Skírnir - 01.01.1870, Síða 245
FBÉTTIB AF ÍSLANDI.
245
ætlaBi Kristján SigurSsson í Yallnakoti í Andakil, merkur maður,
vestur yfir Hvítá ásamt syni sínum og dóttur í lítilli kæuu; ís-
skriS nokkurt var í ánni og kvolfdi kænunni; stúlkunni varS
bjargaS en feBgarnir drukknuSu báSir. 7. Oktober hvolfdi sexær-
íngi á AlptafirSi í IsafjarSarsýslu; mennirnir komust allir á kjöl;
en áður en jieim varS bjargaS, voru maður einn og stúlka látin.
8. s. m. var Jiiljuskip eitt sett upp í HafnarfirSi; en er skipiS
seig niSur í legiS í fjörunni varS undir því maSur einn, aS nafni
Brynjúlfur Pálsson, og beiS þegar bana af. í hinu mikla norSan-
veSri, er gjörSi 12. Oktober, urSu tveir menn úti frá MöSrudal á
Fjöllum, er voru aS gánga til fjár; einn maSur varS úti frá Holta-
stöSum í Lángadal í Húnavatnssýslu, og únglingur einn í Vatnsdal.
S. d. var maSur einn á Sveinseyri viS TálknafjörS aS bera grjót
á skip, en skipiS tók upp og varS maSurinn undir því og beiS
bana af. 15. s. m. var merkur maSur, Hjörleifur bóndi þorkels-
son á SelstöSum í SeySisfirSi, aS leita fjár; hrapaSi hann þá til
dauSs í giljum nokkrum. 7. November varS únglíngur einn úti
í MiSfirSi. S. d. fórst í snjóflóSi hreppstjóri Baldvin Ólafsson á
Ósbrekku í ÓlafsfirSi, vandaSur atorkumaSur. 15. December varS
úti skipstjóri Jón Rafnsson í HáagerSi á HöfSaströnd í SkagafirSi;
var hann á heimleiS úr kaupstaS; um sama leyti varS og kvenn-
maSur einn úti á Lánganesströndum.
Eiusog kunnugt er lagSi stjórnin fyrir alþíngi 1867 frum-
varp til stjórnarskipunarlaga handa Islandi, og beiddist alþíngi
þess, aS ef konúngur eigi skyldi finna næga ástæSu til aS veita
frumvarpinu, meS þeim breytíngum er þíngiS hafSi viS tekiS, sam-
þykki sitt, þá yrSi nýtt stjórnarlagafrumvarp lagt fyrir alþíngi,
eptir aS nýjar almennar kosningar hefSu fyrst fariS fram. Kon-
úngur sá sér eigi fært aS veita frumvarpi alþíngis staSfestíngu
sína, og leysti hann þá upp alþíngi meS opnu bréfi dags. 26.
Februar 1869, og bauS meS öSru opnu bréfi, dags. s. d., aS
nýjar kosníngar skyldu fram fara til næstu þriggja þínga, og al-
þíngi koma saman 27. Juli; fyrir því voru kosnir nýir alþingis-
menn, og urSu þeir þessir: