Skírnir - 01.01.1870, Blaðsíða 80
80
FRJETTIR.
Frakkland
hafa orSiS laus höndin — e8a svo segir prinsinn, a?> hann hafi
gefiS sjer utanundir. Fonvielle segir, að þaS hafi veriS Pierre
Bonaparte, er hafi gefiS hinum kinnhestinn. Svo skiptir sögnum
þeirra, en viSskiptunum lauk svo, aS prinsinn þreif pistólu (marg-
hleypta) upp úr vasa -sínum og hleypti úr henni á V. Noir.
SkotiS kom í brjóstið og særSi manninn til ólífis. Hann gat aS
eins dregið sig niSur á strætiÖ, en hnje svo niSur og var dauður
þegar. SíSan sneri prinsinn sjer aS Fonvielle og vildi láta hann
fara sömu för, en hann hafSi þá og fyrir sjer pistólu og miSaSi
á prinsinn, en leitaSi um leiS út undan. Prinsinn skaut eptir
honum tveim kúlum, og gekk önnur þeirra í gegnum frakkalafiö.
Prinsinn ijet þegar löggæzlustjórnina vita, hvaS fram hefSi fariS,
og var hann þá settur í varShald. þessi tíSindi þóttu öllum
ill aS heyra, en engum verri en keisaranum sjálfum. Hann ljet
þegar gera skjótustu gangskör aS sakarprófum og málsókn á
hendur prinsinum. þegar seinast frjettist (í miSjum marz), var
dómur eigi uppkveSinn í sökinni, en niSurstaSa rannsóknanna var
sú, aS prinsinn hefSi meS ásettu ráSi gert sig sekan í manndrápi
og í banatilræSi viS annan mann. — þenna atbui'S höfSu þeir
Rochefort og blaSamenn eSa lýSforingjar af hans flokki til þess
aS æsa alþýSuna til óspekta, og á þinginu hreyfSi hann svo viS
sökinni, aS formaSurinn varS aS varna honum máls. Haun baS
menn segja sjer, hvort þetta væru heldur tímar Borgíanna (á Italíu
á 15. og 16. öld) eSa Bónapartatímar, og sagSist ráSa öllum til
aS ganga vopnaSir upp frá þessu. í blaSi sínu jós hann því út
af lastmælum, napuryrSum og heiptarskoli yfir keisarann, ætt-
ingja hans og stjórn, er tók yfir allt þaS, er áSur hafSi veriS
sagt í þeim blöSum1. þau töluSu sem tíSast þá daga um „sví-
‘) 11. janúar stóð svo iátandi grein i „Marseillaise”: „Til þessa hefi jeg
verið nógu eintaldur til að ímynda mjer um Bónapartana, að þeir
gætu átt einvig við menn klæltislaust, og þó cru þeim launmorð og
hverskonar lymskuráð svo ættgcng, scm allir vita. Grousset vini
minum varð sama á sem mjer — og nú eigum við báðir að harma
góðan ástvin, er beðið hefir hörmulegan bana fyrir morðingjalilræði
ræningjans, hans Pjeturs Bónaparte. Látum nú það vera! I 18 ár
hefir Frakkland verið á valdi þessara blóðstokknu stigamanna. þcim