Skírnir - 01.01.1870, Blaðsíða 193
Danmörk.
FRJETTIB.
193
ekki á sannazt, því liann skorabist undan kjöri til ríkisþingsins.
í staS þessa kaus hann sjálfur þaS, sem mörgum kom á óvart,
aS sækja um prestakall á landsbyggSinni nokkuS frá Kaupmanna-
mannahöfn. Allt fyrir þaS hefir hann ekki misst sjónar á ríjrishag
og ríkismálum, en hefir frá J>ví í fyrra sumar aS jafnaSi skrifaS
greinir í BerlingatíSindum um ýms málefni, kirkjumál, skólamál,
fjárhag, ýms þingmál og tíSindi erlendis. Allt J>aS sem Monrad
ritar, hefir sömu kosti og ræSur hans, aS málsnilldinni, fjörlegu
og skáldlegu máli er samfara afburSa greind og glöggskyggni. í
vetur hjelt hann fyrirlestra, er síSan komu á prent, og kallaSi
j>á „Draumsjónir á rikishag“ („Politiske Drömmerier“), og urSu
jieir blaSamönnum og allri alþýSu aS miklu umræSuefni. Monrad
sýnir hjer fram á tvo vega Danmörku til frelsis. Annar er varnir
meS vopnum og vígafla, en hinn aS leggja af sjer vopnin og
neyta fjár síns og allra krapta til aS efla velfarnan jjóSarinnar
meS friSsamlegum fyrirtækjum. Yarnarvegurinn væri Jpví aS eins
farandi fámennri jijóS, aS hver maSur stæSi húinn til vigs og tæki
til vopnanna, er ófriS bæri aS höndum, aS allir risu upp og færu
andvigir móti fjöndum landsins, leggjandi bæSi fje og fjör í söl-
urnar. Til jþeirrar herSu væri ekki aS ætlast af enni dönsku
JtjóS, sem henni væri skap fariS, og þetta hefSi bezt sjezt 1864,
er hugurinn hefSi guggnaS löngu áSur en varnirnar voru þrotnar.
Væri hjer rjett litiS á, hlytu menn aS sætta sig viS hina leiSina,
hyggja af herbúnaSi og herkostnaSi, gefa sig alla viS friSarönnum,
gera landiS aS griSastöS, er öllum yrSi aS hrjósa hugur viS aS
áreita eSa misþyrma, og eiga svo undir því, aS fleiri tækju upp
sömu heillaráS, og aS styrjaldarbragurinn eyddist hjá öllum þjóS-
um. Monrad vegur báSa kostina sem nákvæmast hvorn. á móti
öSrum, og segir aS hinn fyrri hafi veriS sjer lengi næstur skapi,
en nú megi hann ekki dyljast viS, aS hinn síSari mundi þó til-
tækilegastur. Hann leiddi fram sem ijósust rök fyrir, aS en nýju
herlög væri til engrar hlítar, er ræddi um landvarnir; herafli
Dana gæti aS eins orSiS fylgifylking í miklum ófriSi meS vold-
ugri ríkjum, en gæti ekki variS annaS en eyjarnar eSa einhvern
blett þeirra, ef þeir stæSi einir síns liSs. AnnaS mál kynni hitt
aS vera, ef allt fólkiS vendist vopnaburSinum, og öllum væri skylt
13