Andvari - 01.01.1885, Page 19
Jóns Hjaltalíns.
13
og styðja að framförum hennar. Pað svndi hann ávallt
og alstaðar, livort liann heldur ritaði eða talaði á þingi,
og var ávallt ótrauður talsmaður og flutningsmaður alls
þess, sem liann ætlaði að til framfara liti. Pað var og
viðurkennt bæði af stjórn og þingi. Konungur sœmdi
hann riddarakrossi dannebrogsorðunnar 26. d. maímán-
aðar li66, og 2. dag ágústmánaðar 1874 gjörði hann
hann að dannebrogsmanni, og er hann fjekk lausn frá
embætti sínu 18. dag júlímánaðar 1881, sœmdi konung-
ur hann etazráðsnafnbót; en alþingi 1881 veitti honum
1000 kr. í eitt skipti fyrir öll »í viðurkenningarskyni»
fyrir störf hans í þjónustu landsins. Auk þess sœmdi
Frakkastjórn hann riddarakrossi hciðursfylkingarinnar.
Jón Hjaltalín var fjörmaður mikill, og vildi fá því
fljótt framgengt, er liann œskti að gjört væri. Hann
var fremur ljettlyndur og glaðlyndur, velviljaður og
hjartagóður, trygglyndur og vinfastur, og hljóta allir
vandaðir rnenn, sem við hann kynntust, að minnast lians
með ást og virðingu.
Landlæknir Jón Hjaltalín var maður hár vexti, svo
að eigi mun hafa munað meira en 3 þumlungum, að
liann væri 3 álnir á liæð ; herðabreiður, liinn tígulegasti
og höfðinglegasti á að sjá. Á yngri árum var hann
fremur grannvaxinn og mittismjór, en gildnaði mjög, er
aldur fœrðist ylir hann, og varð feitlaginn á efri árum
sínum. llann var í œsku jarpur á hár og skegg, en
gráhærðist fremur sncmma, og síðustu árin var hvort-
tveggja, hár og skegg, silfurgrátt; en hárprúður var hann
til dauðadags. Hann var Ijós í andliti, ennishár og blá-
eygur, og liinn hýrlegasti á svip, og yfir höfuð fríður
sýnum'
Á síðustu árum æfinnar hnignaði honurn mjög að
kröptum bæði sálar og líkama, og sálin var farin mjög
að sljóvgast; þó var liann lengstum hress og á ferli,
og það síðasta daginn, sem liann lifði, var hann á gangi
hjer um bœinn, og heimsótti ýmsa kunningja sína.