Andvari - 01.01.1885, Side 58
62
Odáðahraun.
mcð bergvatni; kemur liún undan hrauni í augum og
skurðum, og rennur norðaustur í Jökulsá fyrir norðan
Forjufjall; Lindaá, sem er nokkru sunnar, hefir sama
uppruna, rennur jafnhliða hinni og fellur út í Jökulsá
fyrir sunnan Ferjufjall. Fram með Grafarlandaá allri
er mjó grasræma á bökkunum, þó er það mest víðirlauf
og annar sauðgróður; næst bakkanum er mýrgresisrönd
1 — 2 fet að þvermáli, síðan hrossapuntur og grávíðir-
lauf; sunnar, þar sem kvíslarnar koma undan hrauninu,
er graslendið víðáttumeira, þó eru þar varla hestahagar.
Af því báðar þessar ár renna um graslausa oyðimörk,
er það sönn fróun, að sjá skrúðgrænar grasræmur fram
með þeim. Kl. 8 um kvöldið komum við að Lindaá;
var svo mikil þoka, að ekki gryllti í Herðubreið, sem er
rjett fyrir sunnan. Kalt var í tjaldinu og úti varjelja-
gangur og illhryssingsveður um nóttina.
í Herðubreiðarlindum dvöhlum við Ögmundur hærri
liálfan mánuð, og fórum þaðan ferðir vestur á bóginn
til þess að skoða landið. Vegalengdirnar voru miklu
meiri en þær sýndust, og vegirnir svo slæmir, að sjald-
an entist dagurinn til hverrar ferðar, og urðum við því
að bæta nóttinni við.
Nokkru fyrir norðan Herðubreið koma upp margar
smáar lindir undan hraunum; safnast þær sáman og
verða að allmikilli á, sem heitir Lindaá, og fellur hún
norður og austur 1 Jökulsá rjett fyrir sunnan Ferjufjall.
Sljettar eyrar með hnullungsgrjóti mjög víðáttumiklar,
fram undir þingmannaleið á lengd, eru fram með Jök-
ulsá milli hennar og hraunsins austan við Herðubreið;
þessar eyrar eru allar gróðurlausar, nema á því svæði,
er Lindaá fellur um; þar er lyng og gras fram með
kvíslunum og hjer og hvar dældir með mýrgresi og
smátjarnir; lang-grasgefnast nyrzt á eyrunum norður
undir Ferjufjalli. í Lindabotnunum er víða hvannstóð
allmikið og víðir, og sumstaðar stórir blóörauðir blettir