Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 220
214
Endurskoðun stjórnarskrárinnar.
áður lýsti, úr því rdðgjafar Dana vilja beita tangar-
lialdi því, er þeir í reyndinni liafa á þeim málum, í
þessa stefnu, þrátt fyrir alla samkomulagsviðleitni al-
þingis við stjórnina síðan 1873, og sem alþingistíð. bera
ljósastan vottinn um.
En þetta er þó sannarlega ekki hið rjetta stjórn-
laga-samband millum íslands og Danmerkur eður þjóð-
eining millum íslondinga og Dana. Slílcra hluta verð-
ur eigi leitað nema í skipun hinna almennu mála
ríkisins, verzlunarviðskiptum og æðri andlegum sambönd-
um þjóðanna.
Svona borfir þá, að minni hyggju, stjórnarskipun-
armál íslands við, 'og rekspölur sá, sem svo augljóslega
hefir brytt á síðan 1875, að hið löggefandi alþingi tók
til starfa, og hefi jeg þá talið hina þriðju aðalástæðu til
að endurskoða stjórnarskrána 5. jan. 1874.
Það er auðsætt, að ef þessi rekspölur rótfestist um
langan tíma, þá er við búið, að hann verði talinn sem
sú rás viðburðanna, er verði nýr lás fyrir viðurkenningu
landsrjettinda íslands, og slíkan arf viljum vjer víst ekki
eptirláta niðjum vorum, öldum og óbornum.
Sá sólskinsblettur er í heiði, að stöðulögin 2. jan.
1871 og stjórnarskráin 5. jan. 1874 viðurkenna, að ís-
land eigi heimtingu á löggjafarvaldi og fjárforræði í hin-
um sjerstaklegu málum þess, og þessi dýrmæta gjöf-
hans hátignar milda konungs vors verður eigi aptur af
oss tekin. Með þessari fótfestu getum vjer öruggir bor-
ið fram merki íslands, merki mannfrelsis og þjóðfrolsis,
mannjafnrjettis og þjóðjafnrjettis. Látum oss fylgja því
með dáð og drengskap, innbyrðis eindrægni og föðurlands-
ást og vináttusambandi við nágrannaþjóðirnar. Treystum
því, að frændur vorir og samþegnar, Danir, er vjer höld-
um vináttu- og viðskiptasambandi við þá, muni verða
fúsir á, að viðurkenna þau rjettindi vor og sjálfsforræði,
er þeir sjálfir hafa öðlazt og sækjast eptir í svo ríkum
mæli 1 sínu eigin landi. Treystum því, að framfara-