Andvari - 01.01.1885, Page 61
Odáðahraun.
65
því að liafa töluverðum fyrirhuga fyrir þess konar langferð.
Af matvælum höfðum við brauð og smjör og niðursoðið
kjöt frá Oddeyrarverzlun. Kaffi og kjöt suðum við með
vínanda, og höfðum litla og handhæga suðuvjel. fegar
sprek voru að fá og gott var veður, gjörðum við hlóð
úti og suðum þar og hituðum til þess að spara vín-
andann. Þegar kalt var, hituðum við »Liebigs kjöt-
extrakt*>, sem er mjög hressandi á ferðalagi. fegar við
fórum ferðir um hraunin, urðum við að hafa með okkur
hey h'anda hestunum; heyjuðum við þá í Lindunum og
íluttum hoyið í poka þurt eða vott sem á stóð; frá
byggð höfum við með oss orf og spílc og hrífubrot.
Hraunin eru mjög járnafrek, og því urðum við að hafa
töluvert af hestajárnum með oss; flestar skeifurnar voru
»pottaðar», og entust þær miklu betur en aðrar.
Veðurlag í Lindunum var meðan við dvöldum þar
töluvert öðruvísi en til byggða, enda er landveðrátta
meiri hjer en úti til sjóar. Veðri var vanalega svo
háttað þegar gott var, sem nú segir. Nóttin var frem-
ur köld og stundum frost; hjelzt kalsi í loptinu til kl.
10 á morgnana; þá fór að hitna með sólskini og blíðu,
og gat hitinn orðið 12 —13° C. Eptir hádegi vanalega
milli kl. 1 og 3 fóru að koma ský í norðri og smátt
og srnátt skúrir inn með fjöllunum, en krapakafald og
jeljagangur á efstu toppa, en rigning í Lindunum. Þeg-
ar gott var, birti upp aptur eptir 2 eða 3 stundir, og
varð þá sólarlagið fagurt, með mjóum skýjabeltum í norðri,
en heiðríkju annarstaðar. Stundum hjelzt rigningin og
varð kuldanepja og svarta þoka með kvöldinu.
Norður og austur af Dyngjufjöllum og norðvestur
af Herðubreið er töluverður fjallgarður, sem sumir kalla
Dyngjufjöll ytri, en Mývetningar flestir Herðubreiðar-
fjöll; fjöll þessi eru alveg ókunn og injög skakkt sett á
Uppdrætti íslands; frá þeim hafa runnið mikil hraun á
báða vegu. Við suðurenda þeirra er stórt og mikið eld-
fjall, sem heitir Dyngja eða Kollótta-Dyngja, og af því