Andvari - 01.01.1885, Page 156
150 Laxveiðar og silungsveiðar.
menn að breyta gamla máltækinu og setja lax í staðinn
fyrir sel.
fað er ekki gott að segja, livað miklar tekjur ís-
land hefir af laxveiðinni som stendur. Að minnsta kosti
er jeg sem stendur ekki fær um, að skýra frá |)ví; það
er sagt, að SOOtunnur sjeu fluttar útaf söltuðumlaxi árlega.
Það er reyndar ekki mikið; en það getur orðið meira,
og einkum er það mögulegt, að meira geti fengizt upp
úr laxinum, ef menn geta farið öðruvísi með hann en
hingað til hefir verið. Að því eiga menn að vinna.
Viðvíkjandi því skal jeg benda mönnum á, að leggjahann
í ís, salta hann minna og að reykja hann. fað er enn
ekki útkljáð, hvað heppileg ísgeymsla sje, en mikið um
hana talað. En sem stcndur mundi hann hækkaíverði,
ef hann væri saltaður minna. Laxinn er nefnil. saltað-
ur mikið sem stendur, og kaupmonnirnir heimta það.
Fiskisalarnir (laxreykingarmonnirnir) mundu heldur vilja
hafa laxinn h'tið saltaðan. En svoleiðis er ekki hægt að
fá hann hjá kaupmönnunum. En laxinn lækkar í verði,
þegar hann or mikið saltaður og liggur lengi í salti.
Menn ættu að reyna ný geymslusölt, sem nú tíðkast
annarstaðar; það hlýtur að mega fara svo með laxinn,
að dugi.
]?cir verða þó ætíð erfiðleikar við að berjast á ís-
landi, að svo langt er í milli veiðistöðvanna og langt
frá þeim í kaupstaðinn, að allir flutningar verða afar-
kostnaðarsamir, og einkum kemur til þess, ef því yrði
á komið, sem ákjósanlegast væri, að fiskurinn, jafnharð-
an og hann veiðist, væri saltaður eður lagður í ís. Fisk-
ur, sem tímum saman er kasaður á hestbaki, áður en
hann er hirtur og verkaður svo hann mogi geymast,
missir mikið af gæðum sínum.
Laxfriðunarlögin 11. maí 1876 miða einkum að
því, samkvæmt forn-íslenzkri venju, að som flestir þeirra
manna, er latul eiga að veiðivötuum, megi verða veið-
innar aðnjótandi. þetta væri og með öllu ágætt fyrir-