Andvari - 01.01.1885, Page 174
168
Um vegagjörð.
miður yoI um veginn; það má gera meira eða minna
að því að blífa röndunum og verja þær. Þar verða
menn að haga sjer eptir því, hvernig efninu er hátt-
að. Jeg hefl frá upj.hafi tekið eptir því, að ef leggja
skal almennilega vegi um allt ísland, scm er svo strjál-
byggt, þá verður að gera sjer far um, að hafa þá sem
allra-ódýrasta, og af því að mjer virtist efnið yfir höfuð
sjerlega gott, þá hafði jeg sem allraminnst við að
búa um veginn. Mjer hofði heldur ekki verið hægt
að vinna vel traust og vandlega að vegagjörð með
öðrum eins verkmönnutn og jeg hafði, þar sem þeir
höfðu enga hugtnynd um slíkt starf, og það því síður,
sem jeg málsins vegna átti bágt með að segja svo fyrir
verkum, að fyllilega skildist. Jeg get vel hugsað mjer,
að í leysingurn á vorin hætti ofaníburðinum við að skol-
ast burtu, þar sem brattast er; en með smásteinum og
torfi má varna því, að vegurinn skemmist til muna.
Geti vegirnir orðið endingargóðir með ekki meiri um-
búnaði en jeg hafði, þá má kalla það lán fyrir landið,
að þar skuli mega á mjög ódýran hátt gera vegi, sem
samsvara kröfum tímans.
Að efnið í jarðveginum á íslandi sje hvergi nærri
eins örðugt viðfangs eins og leirinn, sem vjer verðum
að basla við svo víða hjer í Noregi,— um það er naum-
ast nokkur vafi; og er þar við bætist, að jafnvel upp
um háar heiðar og fjöll er mikið um laust efni, í stað
hamra og hrjósturs, sem vjer eigum mjög að venjast
hjer í Norvegi, og jafnframt víða eintómir sandar og
sljettir melar langar leiðir, þá má segja, að landslag á
íslandi sje mjög vcl fallið til vegagjörðar, að minnsta
kosti í samanburði við það sem gerist í Norvegi. Sje
maður eigi um of heimtufrekur um að vegir sjeu sljettir
og óbrattir, þá fer furðulítið í þá, og hentugur ofaní-
burður er þar rojög algengur.
Ofaníburðinn, semáað jafna þungann eða þrýst-
inguna á undirstöður vegarins, verður líka að minnast