Andvari - 01.01.1885, Page 47
Ódáðahraun.
41
froða. Hjer yrði of langt að lýsa gígutn þessum, þd
Margir sjeu merldr og flestum sje nafn gefið.
Frá Gautlöndum fórum við 7. júlí suður á Sellanda-
fjall; það er bunguvaxið fjall um 3000 fet á liæð suður
af Mývatni. Komum við í Baldursheimi og riðum suð-
ur með Kráká; er hjer bezta sauðland, víðir, lyng og
fjalldrapi alstaðar; þegar sunnar dregur, fer að bera á
roksandskellum með grávíðir og vallhumli, og er það
fyrirboði öræfanna, er sunnar liggja. Frá Árbakka rið-
Utu við upp mýri að fjallinu, skildum hestana eptir
undir hlíðinni og gengum upp; var brekkan fyrst aðlíð-
undi, en svo töluverður bratti; fjallið dregur mikið undir
S1g> og þegar komið er upp á brúnir, tekur hver urðar-
uldan við af annari. Aðalefni fjallsins er móberg, en
ofst er einkennilegt dólerít; sá jeg hjer fyrst, hve lík
jarðmyndun þessara hjeraða er þeirri jarðmyndun, sem
er á Reykjanesi, og sá það þó enn betur seinna.
Dólerítið var víða ísnúið, og það jafnvel á efstu fjalls-
^ungunni. I3etta er þýðingarmeira en í fyrstu virðist;
^ Því sjest, að jökull sá, sem hjer hefir gengið yfir á
ísöldinni, hefir að minnsta kosti verið jafnþykkur og hæð
fjallsins yfir sljettuna í kring, eða með öðrum orðum
on 180 fet. Jeg staðnæmdist þar sem fjallið er
^æst við dálitla tjörn og mældi þaðan; mistur var í
lopti, og því eigi sem bezt fjallasýn; sást þaðan yfir
norðvesturhluta Ódáðahrauns og gryllti til jökla í suðri;
yfir Mývatnsheiði sáum vjer alla, og eru á henni mörg
vötn allstór, og eru sum eigi á Uppdrætti íslands. Pessi
eru hin stærstu': Svartárvatn, Hólavötn, Kálfborgarár-
Vafn, Sandvatn og Mársvatn. Fjallabrúnirnar fyrir vost-
auBárðardal eru hærri en hinar eystri og upp fyrir þær
sJOst hvítsagydd tindaröð fyrir ofan Eyjafjörö. IJau fjöll
eru svo há, að þau sjást víðast hvar af tindum þeim, er
Jeg kom upp á þetta sumar. Um kvöldið fórum við niður
að Grænavatni.
Bláfjall er hið langmesta fjall við Mývatn, þver-