Andvari - 01.01.1885, Page 78
72
Ödáðahraun
skrifað ritgjörð um öskufallið1, og Nordenskield hjelt
ræðu um það í vísindafjelaginu sænska2. Kl. 8 um
kvöldið 29. marz fjell aska við Ona-vitann á vesturströnd
Noregs og kl. 11 f. m. 30. rnarz fjell aska í Stockhólmi.
Öskuskýið hafði farið frá Seyðisfirði til Noregs á 11
stundum og 40 mínútum, fjarlægðin er 135 mílur; ask-
an hefir borizt með geysihraða yfir Atlanzhafið, hjer
um bil lla/3 úr mílu á liverri klukkustund, 76 fet á se-
kúndu; eigi hefir 'askan borizt eins fljótt yfir Noreg og
Svíaríki; fjarlægðin milli Ona og Stockhólms er 97 míl-
ur; hraðinn hefir verið 6s/4 mílu á klukkustundu eða 45
fet á sekúndu.
J>egar við vorum búnir að skoða flest það, er við
við vildum, nálægt Herðubreiðarlindum, fórum við að bú-
ast til lieimferðar, enda var oss bæði farið að skorta
matvæli og ýmislegt fleira, er þurfti. 28. júlí fórum við
á stað og ætluðum að Grænavatni um norðurhluta
Ódáðahrauns og kunna með því óþekktar slóðir. Yar
bezta veður og sólskin, er við fórum úr Lindunum.
Riðum við fram hjá Ferjufjalli um Grafarlönd og svo í
boina stefnu á norðurenda Herðubreiðarfjalla, og fylgd-
um vörðum þeim, sem fyr var getið. Nyrzt á austasta
liala fjallanna er skarð, og fórum við gegnum það.
Austan við skarðið eru vond Iiraun og ótal sprungur;
þó tókst oss að klöngrast yfir þær; á einum sprungu-
barmi var varða og önnur vestan við skarðið; í skarð-
inu sjálfu var melur, en vestan viö það taka aptur við
hraun; koma þau úr gígum milli fjalla-armanna og hafa
fallið norður á við; hjeldum við svo fram með norður-
röndinni á úfnu hrauni, uns við komum að miðrana
fjallanna. par er dálítill melhóll og fórum við niður
1) E. Mohn: Askeregnen den 29,—30. Marz 1875 (Por-
handlinger i Videnskabernes Selskab i Christiania Aar 1877.
Christiania 1878, nr. 10).
2) Aftonbladet 1. April 1876,