Andvari - 01.01.1885, Page 212
206
Endurskoðun stjórnarskrárinnar.
arástand landsins út á við eður gagnvart samþegnum
vorum Dönum.
Þa-ð er engum efa undirorpið, að vjer íslendingar,
þá vjer sjeum fámenn og fátæk þjóð á hörðu,hrjóstrugu
og óræktuðu landi,—það er engin furða er, því vjer ís-
lendingar og land vort ber rnargar og hryggilegarmenj-
ar, eigi að eins eptir óblíðu og umrót náttúrunnar, heldur
einnig eptir margs konar kúgun og óstjórn liðinna alda,
— erum samt sem áður fullkomlega færir um, að skipa
svo lögum vorum og innanlandsstjórn, að vjer verðum
þess megnugir, að opna og færa oss í nyt auðsuppsprett-
ur landsins og hina andlegu fjársjóðu þjóðarinnar, sem
hvorutveggja má heita að liggi í óræktuðum akri til þess-
arar stundar.
Vjer vitum, að Jijóðin finnur sárt til þess, að skip-
un sú, á þeirri einu grein landsmála, sem í sannleika
má segja utn, að lögð sje í hendur innanlandsstjórnar
þeirrar, er nú höfum vjer, sveitarmálefnum, er sannkall-
aður skrifstofuvefur, enda er hún afkvæmi einveldistím-
anna og fyrirhugaður fyrirrennari stofnunar landshöfð-
ingjadæmisins. Getur verið, að hún eða eitthvað áþekkt
henni geti átt við í öðrum löndum, þar sem samgöngur
eru svo greiðar, að lítið gætir tíma og rúms í afgreiðslu
málanna, svo að allt er sem á einum stað. En við eðl-
isháttu lands og þjóðar á íslandi á hún svo illa, sem
orðið getur. þessi eilífi rekstur sveita- og hjeraðamála
fram og aptur, langar, ófærar leiðir, þessi endalausi til-
lögurjettur án fullnaðaratkvæðis í hverju smámáli, hann
kostar merg og blóð eðlilegrar sveitarstjórnar á íslandi.
Hún útheimtir þvert á móti sjálfsstjórn í hjeraðsmálefn-
um, eður sem fullkomnast sveitasjálfsforræði, ogþájafn-
framt um leið, sem skilyrði, glöggan og eðlilegan að-
skilnað á lijeraðamálum og almonnum landsmálura.
það leiðir af sjálfu sjer, að af þessu hlyti að leiða
allt önnur og alls ólík skipun á hjeraðsstjórninni, þeirri
sem nú höfum vjcr (sveitarnefnd, sýslunefnd, amtsráð