Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 44
38
Odáðahraun.
aldarinnar. Sigurður Gunnarsson segir:1 oMan jeg það
þegar jeg var unglingspiltur, að menn töluðu um öræfin
inn af Mývatni og Möðrudalsfjöllum eins og dkennt iand
suður í heimi; sumir töluðu um það með lotningarfull-
um ótta, vegna meinvætta og óvætta, er þar mundu búa.
á var og talað um það sem mestu ofdirfsku og hreysti-
verk, er þeir Fjallabræður, sem kallaðir voru (Jón, J>or-
lákur og Olafur, minnir mig þeir hjetu), gengu lengra
inn í óbyggðir, en gert hafði verið. J>eir fundu ókennda
haga, sem nú eru skamrat innan við miðjar fjárleitir.
Spunnust út af ferðum þeirra skemmtilegar útilegu-
mannasögur ogdylgjur». Lengi fram eptir leituðu Bárð-
dælingar ekki lengra suður en á Hraunárdal, og þegar
Marteinn nokkur frá Garði við Mývatn á fyrri hluta
aldarinnar fann Marteinsflæðu, þótti það mesta frægðar-
för. Nú má svo heita, að öræfin milli Skjálfandafljóts og
Jökulsár sjeu að mestu kunn suður í jökul.
2. Undirbúningur. Rannsóknir við Mývatn.
Sökum þess að Ódáðahraun var svo lítt rannsakað,
tókst jeg á hendur að skoða það sumarið 1884. Það
cr mjög undir heppni koraið, hvert fært er að skoða
þessi öræfi, því ef snjóhríðir og dimmviðri koma til
muna meðan á ferðinni stendu, or ekkert hægt að mæla
eða rannsaka; auk þess eru slíkar ferðir mjög kostnaðar-
samar, því útbúningur verður að vera í góðu lagi, og
um margt þarf að hugsa, ef menn eiga vikum saman
að hafast við á graslausum öræfum. Útbúningur minn
var fremur ijelegur, því mig skorti fje til þess að hafa
hann svo góðati sem skyldi, en ferðin heppnaðist þó
1) Norðanfari IY. 1865, bls. 12.