Andvari - 01.01.1885, Page 81
Odáðaln'aun.
76
veður. Fórum við niður Bláíjallshálsa niður bratt gil
hjá Bláhvammi, sem við höfðum áður um farið; var þá
svo hvasst, að varla var sitjandi á hestbaki; veðrinu
fylgdi rigning og sandrok og var mjög illt að hemja
hestana. í hraununum upp af Grænavatni var það mold-
viðris-sandrok, að við ætluðum hvað eptir annað að vill-
ast. J»egar við komum að Grænavatni, urðum við fegnir
hvíldinni um nóttina eptir svo langa útivist. Næsta
dag fór jeg austan vatns að Beykjahlíð og dvaldi þar um
stund, en Ögmundur fór inn á Akureyri til þess að
sækja matvæli og annað, er þurfti til frekari rannsókna.
Nú var jeg búinn að skoða og mæla austurhluta
Ódáðahrauns, að því er mjer var frekast unnt eptir
kringumstæðunum; en nú var þyngsta þrautin eptir að
skoða hraunið að vestan og sunnan allt suður í jökul.
Fórum við þegar við vorum útbúnir upp í Bárðardal að
Halldórsstöðum og þaðan á stað til rannsókna 12. ágúst.
Yið vorum 3 saman með 9 hesta og af þeim 4 undir
áburði. í þessari ferð var Jón bóndi Porkelsson á
Halldórsstöðum með mjer, sá hinti sami, sem fór suður
í Öskju eptir gosið 1875; þekkir hann allra manna bezt
óbyggðir þar syðra og var mjer til mestu nota og leið-
beiningar.
Biðum við fyrst suður dal, að Mýri. I’ar er bugða
á Skjálfandafljóti; kemur það þar að austan niður hjá
melfellum og rennur þar um hraun. far er Aldeyjar-
foss, einn með fegurstu fossum á íslandi, nokluu fyrir
ofan Stóru-Tungu. Mjóadalsá kemur að sunnan í fljótið;
í hana fellur Grjótá að vestan, en Fiskiá að austan úr
íshólsvatni. Bak við fjallið milli Halldórsstaða og Mýrar
er Þorvaldsdalur; hann er opinn í báða enda; botn hans
er grasi vaxinn og liggur hærra en Bárðardalur; um
dalinn rennur á, er fellur í Skjálfaudafljót, rjett fyrir
sunnan Halldórsstaði. Jafnvel utn þessar slóðir sjest
það fljótt, að Uppdráttur íslands er eigi nákvæmur, hvað
þá heldur þegar ofar dregur. Vjer riðuin upp með Skjálf-