Andvari - 01.01.1885, Side 170
164
Um vegagjörð.
liugað. Auk þess verða báðir þessir vegir líklega not-
aðir lengi vel cnn niestmegnis fyrir klyfjahesta, en þá
gætir miklu síður hagsmunanna að hinum óbrattara
vegi, og var það ein ástæðan enn til að hafa veginn
ekki flatari en þetta. Meðan vagnar eru ekki almennt
hafðir til flutnings, mun almenningur líklega kunna
því miður, að vegir sjeu lengdir með sneiðingum til
þess að fá þá brattaminni. Að hinu leytinu er halli
oins og 1 á móti 10 hinn brattasti vegur, sem leggja
má, þegar hann á að vera nýtilegur ílutningsvegur.
fað er líka óráð vegna endingarinnar, að hafa veginn
brattari. f*ví þá verður svo hart rennsli á vatninu,
sem saí’nast fyrir við veginn, að búast má við, að
það skoli burtu ofaníburðinum og grafi sig inn undir
veginn, þótt efnið í honum sje gott. Ofaníburðarefnið
á íslandi cr víðast hvar sand- og malarkennt og má
því síður vera hætt við að skolast burtu; þess vegna
hef jeg holdur ekki álitið nauðsynlegt, að gera sjer-
stakar ráðstafanir til að verja því, að ofaníburðinum
skolaði burt úr vegarköflum þeim, sem jeg hef látið
leggja, með halla eins og 1 : 10. Meðan vegurinn er
nýr og ótroðinn, er honum auðvitað hættast við að
skemmast af vatnagangi, og væri gott að skoða hann
í fyrstu vorleysingum ,á eptir, til þess að geta gert við
hann, ef á þarf að halda, þar sem hættast er við að
vatn skemmi. hann.
Samkvæmt þessu er hinn ákafiega mikli bratti, som
á íslandi er hafður jafnvel á nýjum vegum, einnig skað-
vænn fyrir endingu vegarins; en langt um verri er hann
þó fyrir ílutningshæflloik vegarins. IJað væri sök sjer,
ef rnaður allt af mjakaðist þó upp á við til fjallsbrún-
arinnar, sem maður ætlar að komast upp á; en það
kastar tólfunum, þegar maður fer ýmist upp á við eða
niður á bóginn, án þess að biýna nauðsyn beri til; þá
glatast hæð, sem kallað er. Ef vjer t. a. m. skoðum
vegarkallá þann, sem lagður er upp á Vaðlaheiði, sjáum