Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 159
Laxveiðar og silungsveiðar. 1B3
1884—85, voruflutt austur að Þingvöllum, og er ætlazt
til, að ungfiskið verði sett þar út í Öxará. Svo er til
ætlazt, að reyna að flytja á liverju ári nokkrar þúsundir
unglaxa í fingvallavatn, og þannig koraa upp laxstofni
þar. Tíminn sýnir, hvorsu það tekst.
Annað mál verður það, hvort fiskiræktin geti orðið
til þess, að auka laxveiðar á íslandi. Jeg held það, ef
tekið er tillit til lífshátta laxins, og einkum friðað um
hann á rjettan hátt. Erfiðast verður að ná í raóðurfisk-
inn. En með því að halda sjer við nokkur einstök
vatnsföll, eins og t. d. Laxá í Kjós, þar sem menn geta
náð fiskunum í tækan tíma, þá geta menn smámsaman
sent eggin út um land, þangað sem menn vilja klekja
þeim út. fað geta bæði verið vötn, þar sem nokkuð er
í eptir af laxi, en tiltölulega lítið; og eins ár, sem lax
hefir áður verið í, en nú eru orðnar laxlausar. Menn
ættu alls ekki að eiga við nein önnur vötn.
í þessari ritgjörð geta ekki komizt fyrir nægarleið-
beiningar um klak; jeg verð að láta mjer nægja að vísa
til bókar eptir raig, sem lieitir »Fiskoavlen». far oru
nákvæmar leiðbeiningar. Auk þess munu menn geta
fengið að vita um kiak á Keynivöllum í Kjós hjá sjera
Þorkeli Bjarnasyni, og eins hjá sjera Jens Pálssyni á
Ifingvöllum; enn fromur hefir ungur íslendingur, Bene-
dikt fórarinsson frá Suður-Múlasýslu, kynnt sjer klak-
aðferðir í vetur í Danmörku, og hann gæti því að líkind-
um verið til aðstoðar. Ef til vill, væri gott að útbýta
bókinni, sem jeg áður nefndi, hjer og þar um ísland.
Jeg get safnað öllu, sem viðvíkur laxveiðunum á
íslandi, þannig saman: I3að þarf að koma skipulagi á
veiðarnar, sem nú eru 1 landinu, á allar lundir; þar næst
má koma upp laxveiði með hentugu klaki í ám, sem cr
að fara aptur eða eru orðnar laxlausar, en sem laxhefir
áður verið í; og að síðustu verða menn að sjá um, að
farið sjo með laxinn som verzlunarvöru, eins og tíminn
krefur.