Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 163
Um vegagjörð.
157
hve mikið það verði. Til þoss að geta dæmt um þetta
allt saman, ríður auðvitað á að vita, hvernig til liagar
að ýmsu leyti í því landi eða hjeraði, þar sem veg skal
leggja. Kostnaði til viðhalds vegum ætla jeg að sleppa
í því, er hjer feráeptir, enda verður hann þýðingarlíti]],
þegar um þá vegi er að ræða, sem lítið er ílutt um, og
auk þess verður ekki munurinn á slíkum kostnaði mik-
ill, að því er snertir hina ýmsu vegi. Sjálfsagt má
ætla, að liann verði ekki meiri fyrir þá vegi, sem gjörðir
eru samkvæmt kröfum og þörfum tímans, helduren fyrir
hina fornu vegi, sem eru langt á eptir tímanum. Með-
an hið opinhera ekki annast reglulegt viðhald vega, er
mjög torvelt að segja, hvað það kostar, en venjulega
mun miuna hirt um slíkt viðhald en vera ber.
Jeg hef opt tekið eptir því á íslandi, að mjög
þykir undir því komið, að vegirnir verði sem stytztir, og
menn ætla þess vegna, að það hljóti að vora rjettast, að
hafa vegina sem allra-beinasta. En hvað halla eða
bratta vegarins líður, það þykir miklu síður máli skipta,
sje á annað borð nokkuð um það hirt. í raun og veru
er þó þetta atriði það, sem langmest er undir komið,
og liafa verður í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. En þar
næst er sjálfoagt að reyna að láta veginn verða sem
stytztan.
íJessi hugsunarháttur á íslandi, sem nú var á vikið,
kemur efalaust af því, að þar er allt fiutt á hestum.
Verður þá hvort sem er, hvað sem veginum líður, að
binda sig við, livað hesturinn getur borið, og er þá
fiutningshæíileiki vegarins ekki eins mikillega kominn
undir því, hvað hann er sljettur eða brattur; þó er
jeg ekki framar í neinum efa um, að slíkt helir all-
œikið að þýða, og langt um meira en menn gora sjer í
hugarlund.
Ef hafa skal vagna eða sleða til íiutnings, verður
halli vegarins það, sém mestu varðar, og liggur það þá
berlegar í augum uppi. Jeg ætla, að bezt sje, að skýra