Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 213
Endurskoðun stjórnarskrárinnar 207
og landshöfðingi), er fjórðungaráðin sjálfsagt ættu bezt
við bæði eðlisbáttu landsins og hugsunarhátt þjóðarinn-
ar. Slík skipun befði og sjálfsagt veruleg áhrif á fyrir-
komulag skattamála landsins og löggjafarstarf alþingis,
er veita yrði fjórðungaráðunum að sjálfsögðu rjett til að
skipa fyrir um öll hjeraðsmál (autonomio) og skaltaá-
lögurjett að því skapi.
Hjer er eigi tækifæri til, að útlista þetta frekar, en
allir sjáum vjer, að með þessu móti inundi mikill sæg-
ur sannkallaðra hjeraðsmála ganga út af dagskrá al-
þingis, og víkja sæti fyrir alvarlegustu almennum mál-
um lands og þjóðar. Smápitlingar þeir, sem alþingi or
að miðla og píra, eins og einvöld hugul matmóðir, til
barnaskóla, kvennaslcóla, alþýðuskóla o. s. frv., mundi
ganga út úr fjárlögunum og spara margt orð og mikið
íje, sem gengur til leiðarinnar og skattheimtunnar úr
vasa gjaldenda inn í landssjóð og úr honum aptur til
hlutaðeigenda. Inn í landssjóð ætti ekki að ganga meira
fje, en með þarf til hinna almonnu landsmála, og hinn-
ar æðri landsstjórnar, og oigi annað út úr houum en
til þeirra.
• En livað tjáir það, þó þjóðin sjái þetta, þó hún
vilji og þrái þetta! Alls ekkert. Því þetta skipulag
sveitarmálefna og hjeraðsmála eður landsfjórðungamála
ráðgjörir aðra samsvarandi eður samboðna breytingu
hinnar æðri innanlandsstjórnar. Hjer ræðir um tvískipt-
ingu landsmálanna og decentralisation þoirra, eður droif-
ing til sannfrjálsra lijeraðsstjórna eptir eðlisháttum lands-
ins yfir höfuð og hinna einstöku bluta þess, en getur á
engan hátt samþýðzt liinu núverandi stjórnarfyrirkomu-
lagi, eins og það á eigi við, að fæturnir sje langt á
undan höfðinu. Til þess þyrfti, að ráðgjafastjórn fs-
lands mála íiyttist inn í landið, hefði aðalaðsetur sitt á
íslandi, mætti á alþingi, og laefði fulla stjórnlagaábyrgð
fyrir alþingi; mcð öðrum orðum: til þess útheimfist
sannnefnd innlend stjórn.