Andvari - 01.01.1885, Blaðsíða 143
Laxveiðar og silungsveiðar.
137
sje allt að 70 faðma dýpi, Víða er þar sand-
ur og möl í botni, en mest hraun með gjám og
sprungum. Yíða er þar í botni jurtagróði (slý). |>ví
miður gengu svo mikil illviðri á meðan jeg dvaldi á
Þingvöllum, að jeg gat engum rannsóknum við komið;
jeg ætlaði að reyna að róa út á vatnið, en varð að
hverfa aptur. Það, sem hjer er sagt, á jeg'að þakka
prestinum, síra Jens Pálssyni, en liann lætur sjer
mjög umhugað um allt, sem að fiskiveiðum lýtur, og
hafa því orð hans mikla þýðingu. IDar að auki er
ílestum svo kunnugt um, hversu til háttar við I3ing-
vallavatn, að varla mun þörf á, að lýsa því frekar.
Af fiskitegundum, er veiðast í vatninu, má telja:
urriðann. í*egar urriðinn leitar upp í Öxará, til þess
að hrygna, er hann um 22 punda þungur. Stundum
hefir upp um vök veiðzt 20 punda þungur urriði.
Gottíminn er talinn að sje í september—októbermán.,
hjer um bil frá 15. sept. og endar í nóvember, þegar
ísalög koma. Urriðinn fælist ísinn. Annars kvað urr-
iðinn líka leita sjer hrygningarstaða á grynningum í
vatninum og nálægt landi. Menn gátu ekki sagt rojer,
um hvert leyti ungfiskarnir leituðu úr ánni.
Bleikja sú, er veiðist þar, er frá 1—7 pund að
þyngd. Á sumrum hefir sjezt bleikja á stangli uppi í
ánni. Vanalega veiðist hún í lagnet nálægt landi, þar
sem grunnt er. A seinni árum hefir verið gerð til-
raun til að veiða hana lengra úti í vatninu (á 20—30
faðma dýpi), á lóð, með 500—600 önglum, en lítið
veiddist. Bleikjan hrygnir í júlímán., eptir 15.; got-
tíminn stendur hæst frá 20. júlí til 1. ágústmán.
Hrygningarstaði velur liún sjer hjer um bil Vs nl''u
vegar út í vatninu, talið frá Pingvöllum, -og helzt þar
sem grjót er í botni. Bleikjan hrygnir fram í septem-
bermán. hingað og þangað. Feitust er hún á vorin,
Þegar ísa leysir.
Depla er minni, (nær naumast pundsþunga), hjer