Andvari - 01.01.1885, Page 73
Odáðaliraun.
67
korn þar, korau að eins gufur úr gíg þessum; nú er
hann orðinn að vellandi leirhver, eins og Víti hjá Kröíiu
var forðum. Suðaustan til í jarðfallinú upp af vatninu
eru margir gígir og niður frá þeim ganga stór gil með
ótal hverum; standa þaðan gufumekkirnir hátt yíir
fjallabrúnir og orgin og óhljóðin heyrast langa vegu; er
það því líkast sem gufu væri hleypt úr mörgum tugum
gufukatla í einu. Brennisteinn er seztur kringum marga
af hverum þessum og gulgrænar brennisteinsskellur eru
hjer og hvar upp eptir öllum hömrunum við jarðfallið;
kemur þar gufa úr hverri sprungu. Upp af giljum
þessum eru eldgígir þeir, sem gusu 3. janúar 1875;
gígir þessir eru stórir og (Sreglulegir. Uegar gosið
byrjaði, hafa gufurnar sprengt kletta úr gígbotninum
svo stóra sem liús og kastað þeim meir en 100 fet upp
úr gígnum. Eldgígir þessir standa nokkru lægra en
norðurgígurinn; þeir eru 300 feturn neðar en hraun-
sljettan í Öskju. Svo virðist sem einn af þessum suð-
urgígum hafi verið til og gosið fyr en 1875, því þá
hafa kastazt upp stór björg af samankíttuðum móbergs-
hnullungum og ís; í gígnum hcfir verið snjór, er gosið
byrjaði 1875, og því helir grjót og ís verið hnoðað
saman í stóra kekki. Uppi undir brúnum jarðfallsins
að austan er stór sprunga og í henni mestmegnis hrafn-
tinna. Hlíðar jarðfallsins upp af vatninu milli vikur-
gígsins og suðurgíganna eru mjög brattar, allar huldar
lausum vikri í ákaílega þykkum lögum og illt að kom-
ast um þær. Nú er og nýlega kominn þar þröskuldur,
sem gjörir það ómögulegt að komast beint að suðurgíg-
unum; menn verða nú að klöngrast lengst upp við
fjallabrúnir, til þess að komast þangað. Vatn hefir
runnið undir vikrinum niður við bergið og hefir smátt
og smátt etið sundur frosna snjóskafla og frosinn vikur,
er ofan á lá; við þotta hefir myndazt þverhnýptur
skurður gcgn um vikurlögin, 150—200 fet á dýpt, ofan
frá brúnum niður í vatn. Vatnsrennslið ber ávallt úr