Jörð - 01.06.1948, Qupperneq 141
JORÐ
331
ENINGAR í TAFLI og Speglar og fiðrildi eru smásagna-
X söfn eftir Ólaf Jóhann, annað gefið út 1945, hitt 1947, — og
eru í þessum söfnum samtals sextán sögur. Margar þeirra bera
vott um smekkvísi og allar um kunnáttu í meðferð máls og stíls.
Sumar geta talizt góðar, en vart nokkur verulega snjöll — og
veldur þarna miklu, hve svipdaufar þær eru. Það er engu líkara
en höfundurinn þjáist af snerpuleysi — og þá trúlega blóðleysi.
Það sérkennilega í sögum hans er venjulega um leið ankanna-
legt og utan brautar — og stundum virðist hann einungis skrifa
söguna til þess að sýna, hve hann kunni rnikið af orðum og hafi
gott lag á að raða þeim sarnan — til að sanna okkur, lesendum
sínum, hve langt hann sé yfir okkur hafinn um þekkingu og
skilning á hljómlist, á hve fínum og dýrum stöðum hann þekki
nöfn vestur í New-York — og hve vel hann sé nú svo sem inn í
því, hvernig heimsborgararnir lifi. Þurfa lesendur mínir ekki
annað en athuga söguna Myndin i speglinum og Niunda hljóm-
liviðan í sagnasafninu Speglar og fiðrildi, til þess að sannfærast
um, að þetta sé ekki sagt út í loftið — og sérstaklega bið ég þá
lesa frá miðri 63. bls. og út á síðu 65. Þá er það loks ótalið, að
liann er einn af þeim, sem lætur spýta í sig alls konar þvætt-
ingi, sem þjónar Rússa bera hér á borð til þess að afsaka fram-
komu sína og draga athygli frá fyrirætlunum hliðstæðum við
það, sem gerzt hefur í löndum Suðaustur- og Austur-Evrópu og
nú er að gerast í Finnlandi. Hann skortir Jrekkingu, raunsæi og
manndóm til þess að kryfja þetta til mergjar, og svo blandar
hann þvættingnum inn í sögu, án þess einu sinni að gera til-
raun til að haga orðunum það tvírætt, að þau falli nokkurn
veginn ójöfnulítið við efnið — svo að sagan, sem annars kynni
að hafa getað verið töggur í, hlýtur ávallt að verða hláleg sam-
suða og himinhrópandi vitni urn yfirborðsmennsku hans og
auðtrú.
ELDSPÝTUR OG TÍTUPRJÓNAR er svo sem ekki sér-
staklega smekklegt bókarheiti, en yfirlætislegt getur það
ekki talizt. Smásagnasafnið, sem hefur hlotið þetta nafn, er eftir
Ingólf Kristjdnsson blaðamann. í því eru tólf sögur, allar stutt-
ar, því að bókin er ekki nema 135 blaðsíður. Víst er um -það, að