Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 125
HUGUR
ATLI HARÐARSON
setninguna „hann leiddi rök að því, að rökhugsun skapar nýja þekkingu“
(RÞ, 18) svo að „hann“ hafi ekki aðeins færtrök að þv/heldur sé það auk
þess rétt að dómi sögumanns. En þótt frásagnarhátturinn sé tvíbentur að
þessu leyti lærist lesandanum fljótt að ráða í afstöðu höfundar: hvenær
orðin eru „hrá“ og hvenær „soðin“. Eg þykist a.m.k. greina að þegar
Arnóri er í nöp við einhveija hugmynd verði stíllinn enn hryssingslegri en
endranær og þar kenni jafnvel háðnepju:
Kant vísaði t.d. guðshugtakinu á bug á þeirri forsendu, að
Guð hlýtur [sic] að vera hugtak sem er utan marka mögulegrar
reynslu. Enginn hefur séð Guð. Hann er ekki í símaskránni og
hefur enga kunna áritun. (HF, 24)
í upptalningu á þessum þremur höfuðeinkennum bókanna hef ég þegar
sagt þeim ýmislegt til ámælis. Og ekki er launungarmál að þótt sumt sé vel
um þær, stingur hitt að mínum dómi meir í augu er miður hefur tekist.
Finn ég mig því tilknúinn að víkja að nokkrum afmarkaðri þáttum er varða
framsetningu og einstök efnisatriði.
Það er þá fyrst til að taka að höfundur virðist ekki hafa lagt sig eftir
launbrögðum þeirrar listar að laða byrjendur til fylgis við fræðin. Mig
uggir t.d. að staðhæfing f upphafi bókar á borð við þá að reynsla fái
„hugtakalega merkingu" þegar „heilleg frásögn gefur atvikum reynslunnar
merkingarsamhengi" (RÞ, 6) ofbjóði óreyndum huga. Hún leggur a.m.k.
ekki brú að tornumdu efni. Uppsetning er líka miður aðlaðandi á köflum.
Þannig birtast 4 1/2 síða í HF um Descartes (bls.35-39 í kafla sem heitir
„raunhyggja"!) án einna einustu greinaskila, undirstrikunar eða skáletrun-
ar. Þar er undur fátt sem veitir huganum hald. Skylt er þó að geta þess að
HF sýnist áberandi best unnin af „samstofna ritunum".
Ekki bætir úr skák að stíllinn á bókunum öllum er með eindæmum
aðhaldslaus. Það er líkast því að stífla bresti í upphafi hvers kafla. Síðan
heldur orðaflaumurinn af stað eins og straumþungt fljót með sveipum og
boðaföllum. Knappar setningamar riðla hver á annarri líkt og jakar í
leysingu. Ákafinn að ná ósi er svo mikill að lítið tóm gefst til að skilja
aðalatriði frá aukaatriðum eða yfirvega það sem komið er. Þetta sérstaka
óþol textans ljær verkunum ígripa- og flaustursbrag. Og fleira er til marks
um hann, s.s. hvimleiðar endurtekningar innan sömu bókar. Cogito
Descartes er þannig útskýrt með nánast sömu orðum á þremur stöðum í RÞ
(36,41,51) og skilagrein fyrir inntaki „natúralismans“ fyrrnefnda birtist
a.m.k. fjórum sinnum á bls. 16-20 í SV. Óþolinmóðum lesanda verður að
orði eins og Merði við griðkuna forðum: „Klifar þú nokkuð jafnan...“
Ekki hef ég fundið marga beina miskviði (textanum. Skilgreiningin á
rökfræði sem fræðigreininni „um það, hversu skuli hugsa rökrétt" (RA, 6)
þykir þó ekki góð latína nú á dögum fremur en önnur sálarhyggja. Auk
þess er blandað saman leiðingum (p -> q) og ályktunum (p, þess vegna q)
á bls 79-80 í sömu bók: sem og sannindum og gildi. Ég skil t.d. „sanna
ályktun“ (RA, 80) svo að hún sé gild og auk þess með sanna niðurstöðu. I
„merkingarfræði" RA er vandséð hvort það er orðanotkunin eða hugsunin
sjálf sem er á reiki, sbr. umfjöllun um setningar, fullyrðingar og spum-
ingar (49-52, 65) þar sem eitt rekur sig á annars horn. Áf skýringarmynd á
123