Hlín - 01.01.1956, Blaðsíða 10
Kæða
Heiðursforseta Kvenfjelagasambands íslands, Ragnhildar
Pjetursdóttur, Háteigi, Reykjavík, flutt á 25 ára afmælis-
hátíð Sambandsins 6. júní 1955.
(Tildrög að stofnun Kvenfjelagasamb. íslands 1930.)#)
Háttvirti fjelagsmá]aráðherra, Steingrímur Steinþórs-
son. — Forseti Kvenfjelagasambands Íslands, Guðrún
Pjetursdóttir. — Háttvirta samkoma.
Jeg er mjög þakklát fyrir-þá velvild, sem nrjer er sýnd,
með því að leyi’a mjer að Jieilsa gestum Kvenfjelagasam-
Itands íslands á 25 áila afmælinu. — Jeg mun nota þennan
tíma til að segja frá tildrögum að stofnun K. í.
Það var árið 1926, að jeg var kosin af Hinu íslenska
kvenfjelagi í Reykjavík, til þess að mæta sem fulltrúi
þess á 2. Landsfundi kvenna á Akureyri. — Formaður
Kvenrjettindafjelags íslands, frú Bríet Bjarnhjeðinsdótt-
ir, hafði áður, af sínum alkunna dugnaði og áhuga,
ásamt fleiri konum, kallað' konur til fundarhalda hjer í
Reykjavík. — A þessum fundi átti að ræða ýms áhugamál
kvenna. — Að þessu sinni var fundurinn staðsettur á Ak-
ureyri. — Við vorum nokkilar konur hjeðan að sunnan,
sem mættumst um borð í einum af Fossunum okkar, og
vorum allar að fara á sama fundinn.
Mjer eru enn minnisstæðar móttökurnar, sem við
fengum hjá Akureyrarkonunum. — Konunum að sunnan
#) Jeg hef beðið ritstjóra „Hlínar“ að birta þessa ræðu, er jeg
flutti á 25 ára afmæli Kvenfjelagasambands Islands, aðallega
vegna Islendinga vestan hafs, sem margir sjá „Hlín“, og fylgjast
af áhuga með öllu, sem gerist heima á gamla landinu, og er til
framfara og heilla þjóðinni. — Kærar kveðjur. — R. P.