Hlín - 01.01.1956, Page 24
22
Hlin
Síðustu árin liefir hann verið rúmfastur, blindur og
heyrnarlítill og oft þjáður. Hefir Fanney stundað mann
sinn með frábærri umhyggju og alúð, og vart frá honum
vikið. Það eitt gaf honum ró, að vita liana einhversstaðar
nærstadda. Má nú nærri geta, að dagarnir verða honum
lengri og dapurlegri, þegar hennar nýtur ekki lengur við.
(Hann andaðist 10. janúar 1956).
Engan varði að hún yrði kölluð af þessum heimi á und-
an manni sínum. — Eins og hún átti ætt til var hún gædd
miklu þreki, var kjarkmikil og harðgerð, og kvartaði ekki
um vanlíðan fyrr en í fulla hnefana. Var það t. d. á orði
haft, hve lítt hún kveinkaði sér, er hún ól börn sín. Svo
hraust var hún, að sjaldan varð lienni misdægurt um
ævina. — A liðnu sumri fór hún að kenna lasleika, og
sagði þá fyrir nálægan dauða sinn. Hún tók dauðanum
ærulaust, og kvað hugboð sitt, að ekki mundi svo erfitt að
deyja sem hún hefði áður haldið.
Sonur hennar, síra Benjamín, hefur leyft mjer að taka
lijer upp úr brjefi frá honum þessar línur:
„Mjer fannst móðir mín aldrei eldast í venjulegri
merkingu þess orðs. Hún hafði alið tólf börn, en hjelt }ró
alltaf reisn sinni, var fremur grönn og kvik á fæti til hins
síðasta. Þótt ekki væri hún kölluð lríðleikskona, bar hún
persónu, sem veitt var eftirtekt, hvar sem hún fór.
Þegar hún kvaddi mig síðast, rúmum sólarhring áður en
hún lézt, eftir,að hafa legið rænulítil eða rænulaus dögum
saman, var sem dauðamóðan hyrfi sem snöggvast af aug-
unum, og þau yrðu skær á ný eitt augnáblik. ,Þá val’ði
hún handleggjunum utan um hálsinn á mjer með sömu
snöggu handtökunum, sem jeg var vanur, þegar jeg var
barn. Hjer fannst ekki vera liðin nema örstutt stund frá
því að hún var að senda mig á engjarnar, lítinn dreng,
fyrir rúmum fjörutíu árum síðan, með kaffidunkinn
handa fólkinu, fékk mjer liann í hendur og bað mig að
vera nú duglegan, laumaði síðan að mjer brauðsneið með
einhverju góðgæti ofan á, kyssti mig örsnöggt á kinnina