Hlín - 01.01.1956, Page 32
30
Hlín
Ragnheiður Ingibjörg Jónsdóttir, ljósmóðir,
fædd 18. október 1877.
Kvæði þau, sem hjer birtast voru flufct í samsæti, sem
Ragnheiði var haldið af hrejDpsbúum 6. febrúar 1947, til
minningar um það, að
hún hatði þá gegnt ljós-
móðurstarfi í hreppnum
í 50 ár.
Góða Halldóra!
Það hefur dregistleng-
ur en skyldi að senda
þjer afmælisvísurnar til
mín eftir síra Jónmund,
okkar ástsæla prest. —
Samkvæmt loforði þínu
um birtingu kvæðisins í
,,Hlín“ sendi jeg þjer
það nú hjermeð, þó
seint sje, eftir eindregn-
um óskum síra Jón-
mundar.
IÞótt sumum þyki
kannske ótrúlegt, þá
dreymir mig hann í haust, að hann er staddur hjer á Stað,
og spyr mig þá, meðal annars, ihvort jeg sje búin að skila
til Halldóru að birta í „Hlín“ vísurnar! — Jeg þóttist
slrax vita, livaða vísur það voru, og sagði nei við því, en
jeg skuli nú gera það. — Þá vakna jeg, og hjer koma nú
vísuroar. — Ragnheiður.