Hlín - 01.01.1956, Page 37
Hlin
35
Við áttum marga góða, glaða stund
í góðra vina hóp, er muna nú
með fögnuði hvern sælan fyrri fund.
Við færum Guði þakkir, jeg og þú.
Þú ert í ætt við Egil bónda á Borg,
í brjósti djúpt, er geymdi eigin sorg.
Og Helgn ættarmót sjest enn glögt á þjer,
því allra kvenna fegurst þú ert mjer.
Og sómi þinnar ættar æ þú varst,
því æðrulaust þú háðir lífsins stríð
og eins og hetja byrði þína barst,
þá byljir næddu’ og vetrar ku'lda'hríð.
Frá hvelfdu enni hvíta iiaddinn þinn,
er kært að strjúka, og varir þínar á
að þrýsta kossi, er allan muna minn
þjer megnar einn til fullnustu að tjá.
Jeg á ei gull, nje gimsteina, nje fje,
þó gjafa dýrstn sjertu verð frá mjer.
En þetta Ijóð, þó lýtum lamað sje,
jeg legg með ástarkossi í Iiendur þjer.
A. E. Kristjánsson.*)
*) Síra Albert Kristjánsson, er Þingeyingur að ætt. Hann
hefur lengi verið prestur í Blaine í Washington-fylki, litla
landamerkjabænum við Kyrrahafið, þar sem svo margir ís-
lendingar eru búsettir. — H.
3*