Hlín - 01.01.1956, Side 38
36
Hlín
Sigríður Stefánsdóttir, húsfreyja,
á Hveravöllum í Reykjahverfi.
Vakið vorboðar.
Vakið ljósálfar.
Vaki ljóðandi Iind.
Sigríður á Hveravöllum var fædd að Skarði í Dalsmynni
í Suður-Þingeyjarsýslu 5. maí 1876. Hún andaðist 5. jan-
úar 1951. — Foreldrar Sigríðar voru hjónin Stefán Guð-
mundsson frá Nolli í Grýtubakknhreppi og Jónína Jón-
asdóttir, Bjarnasonar frá Fellsseli í Ljósavatnsihreppi.
Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Suður-Þing-
eyjarsýslu. — Bjuggu þau þar á ýmsum stöðum: I.anda-
móti og Hrafnsstöðum í Ljósavatnshreppi, Hrafnsstaða-
seli í Bárðardal og Kaldbak við Húsavík. — Þau voru fá-
tæk og áttu — auk Sigríðar — fimm börn: Jónas skáld,
sem kendi sig við Kaldbak, — fór til Ameríku og er nú
látinn. — Bjarna, sem er bóndi á Hjeðins'höfða á Tjör-
nesi, Hermann, sem er bóndi á Bakka við Húsavík, Ósk-
ar, sem er bóndi í Breiðuvík á Tjörnesi, Önnu, sem er
ráðskona hjá Óskari bróður sínum.
Öll voru systkinin vel gefin og myndarlegt fólk.
Sigríður var einn vetur í Kvennaskólanum á I.auga-
landi, og taldi sjer hafa orðið það afar mikils virði.
Árið 1901 giftist Sigríður Baldvin Friðlaugssyni, bú-
fræðingi. — Fyrstu fimm árin áttu þau heima á Húsavík.
— Gerðist Baldvin framkvæúidastjóri Garðræktarfjelags
Reykhverfinga. — Fluttust þau þessvegna að Reykjum í
Reykjahverfi um stund, en reistu því næst býlið Hvera-
velli, sem er heimili Garðræktarfjelagsins, þar sem rekin
er garð- og gróðurhúsarækt við jarðhita.
Þau Sigríður og Baldvin eignuðust þrjú börn: Ásdísi,
sem er húsfreyja á Húsavík, Atla, sem fyrir nokkru tók