Hlín - 01.01.1956, Page 50
48
Hlín
Þverárbœr og kirkjan.
Benedikt Júnsson stendur á hlaðinu.
Ijótar, Bergljót Tómasdóttir, ættuð úr Laxárdal, síðar
gift síra Birni Blöndal frá Kornsá í Vatnsdal, svo jeg
(Herdís Benediktsdóttir).
Bergljót datt af baki á fyrstu hjúskaparárum sínum
og lá Lengi og varð aldrei jafngóð, hún átti því erfit t með
luismóðurstörfin, en stjúpdætur hennar, María og Aðal-
björg, tóku þau að sjer með hennar tilsögn. — María sá
um eldhússtörfin, allan matartilbúning og umgengni í
búri og eldhúsi, en Aðalbjörg um saumaskap og tóskap.
Báðar voru þær mjög vel að sjer og vel gefnar stúlkur.
Þess var getið, að maður á Hjeraði leitaði ráðahags við
Bergljótu, en ‘hún feldi sig ekki við manninn. — Um það
leyti dreymdi hana, að maður kom til hennar og kvað
vísu: „Þeir sem Uíða byrinn fá, betri höfnum síðar ná.“ —
Þótti það rætast. — Bergljót átti góðan mann og var vel
metin húsfreyja.
Bergljót átti mjög fallegan faldbúning, fósturdæturnar
voru báðar fremur smáar vexti, svo þær báru ekki bún-
inginn, hann fjekk bróðurdóttir hennar og nafna, Berg-