Hlín - 01.01.1956, Síða 89
Hlín
87
enda, boðinn velkomin með hlýju brosi, farangur borinn
inn, vistaður í lierbergi, sem gestinum er ætlað, ef hann
dvelur eitthvað. — Ekki þarf að mi'nna á það, að láta
gestinn ganga á undan, horfa franran í gestinn, þegar
heilsað er, og ekki með vetlingana á höndunum, hafa
ekki hendurnar'í vösunum. — (Vasa-hengilmænu-háttur-
inn er orðin plága á íslandi!) — Tala skýrt, en ekki þar
fyrir hátt. —
bað er gáman að lofa þeim ungu að venjast á að gera
svefnherbergi gestsins aðlaðandi, þar þarf margs að gæta:
Hlýlegt rúm, ekki hart, og rúmfötin ekki köld, ylja þau
ef kalt er í veðri, jafnvel hafa hitapoka eða fliisku í rúm-
inu. Hlýtt og hreint loft í herberginu. Borð við rúmið,
lampi eða kerti, dúkur á borði, glas méð vatni, spegill-
inn fægður, teppi framan við rúmið. Teppi til fóta yfir
sængurfötunum, stóll við rúmið, næturgagn, lítið blóm
í glasi. Bók eða blað á borði að líta í.
Islensk æska er ágæt: Hjálpfús, dugleg, hraust og hrein-
skilin. — Stundum dálítið ónærgætin, en þetta má lagfæra.
Halldóra Bjanladóttir.
Til Fríðfríðar, dóttur minnar.
Ef þú getur þá gefðu snauðum,
góða, fagra dóttir kœr,
auð þá safnar upp á hceðum
aldrei sem að rygða fœr.
Vönduð sjerlu í verki og orði,
vondum glaumi drag þig fjœr,
þá i sorgar dimmu dölum
Drotni þinum verður kœr.
Símon Dalaskáld.
(Eftir minni Önnu Gunnarsdóttur, Egilsá í NorSurárdal.)