Hlín - 01.01.1956, Page 98
Rúmfjöl úr Húnavatnssýslu.
Heimilisiðnaður.
Fyrirtækið „íslenskur heimilisiðnaður“,
Hafnarstræti 23, Reykjavík.
Mjer dettur í Iiug að biðja „Hlín“ fyrir orðsendingu til
fólksins úti á landsbygðinni. — Fyrirtækið þakkar öllum
þeim, sem hafa stutt það á einn eða annan hátt: Með því
að senda því góðar vörur, verið því hjálplegir með útveg-
un efnis og gefið upplýsingar um eitt og annað, sem fyr-
irtækið varðar.
Það er ótrúlega miklum erfiðleikum bundið nti orðið
að ná í efni til að vinna úr. — Tökum til dæmis okkar
góðu ull. — Áður fyr voru á hverju vori stórir hlaðar af
indælli, heimaþveginni ull af ýmsum litum, og var þá
auðvelt að velja, eftir vild, það besta til vinslu eftir því
sem hverjum hentaði. — Svipað var ástatt með band. — Á
flestum heimilum var unnið ágætt band í mörgum litum,
og því tiltölulega auðvelt að ná í gott, rokkspunnið band.
— En með breyttum atvinnuhögum hefur þetta livort-
tveggja horfið að mestu. — Rokkarnir eru þagnaðir víð-
asthvar. — Vjelarnar hafa tekið við vinnu á heimilunum
sjálfum, og vinnubrögð þeirra eru, eins og allir vita, ger-
ólík því sem var, þegar natin hönd fór um efnið og valdi