Hlín - 01.01.1956, Page 107
Hlin
105
fengið jurtalitað band til útvefnaðar og útsaums, sent
díka til heimiíisiðnaðarfjel. Winnipeg.
Sýning liöfð á bandinu í Reykjavík, og fjekk það al-
mennings lof.
19. Fengið norskt handavinnukerfi (sýnishorn) fyrir
barnaskóla. — Höfð sýning á þessu kerfi fyrir kennara í
Reykjavík milli jóla og nýárs 1932. — Kennarar hvattir
til að nota það. — Haft til sýnis á fundi Bandalags kvenna
í Reykjavík í desember 1932*)
Háteigi í janúar 1933.
Halldóra Bjarnadóttir.
Árshátíð Kvennaskólans
Frjettir frá 75 ára afmælishátíð Kvennaskólans á
Blönduósi.
Þegar minst var 75 ára afmælis Kvennaskóla Húnvetn
inga dagana 21. og 22. maí 1955, var kvöldskemtun í
Samkomuhúsinu á Blönduósi laugardaginn 21. maí. —
Var samkoma þessi vel sótt, enda til hennar vandað eftir
*) Árin 1935—40 ferðaðist jeg um landið vetrarmánuðina, og
leiðbeindi í handavinnu, hafði sýningar, flutti erindi og hafði
námsskeið. — Til þess að má betur til fólksins á hentugasta
tíma ársins, hafði jeg vetursetu í fjói'ðungunum til skiftis:
Norðurlandi einn vetur (Akureyri). — Á Austurlandi einn
vetur (Seyðisfirði), og ferðaðist milli fjarðanna. — Á Vestur-
landi 2 vetur. (Aðalstöðvar: Patreksfjörður og ísafjörður).
Sama tilhögun höfð: Perðast milli fjarðanna. — Námsskeið á
hverjum stað: Settur upp vefstóll, ofin tuskuteppi. — Kembd
og unnin teppi úr togi, — Leiðbeint um prjón á togleistum og
fleira.
. Með þessari aðferð var hægt að ná til margra. — Námsskeið-
in voru allstaðar vel sótt. — H. B.