Hlín - 01.01.1956, Qupperneq 108
106
Hlín
bestn föngum. Námsmeyjarnar í Kvennaskólanum önn-
uðust skemtiatriðin.
Þar var brugðið upp rnynd af fyrstu skólastofunni á
Undirfelli, en sem kunnugt er byrjaði skólinn í baðstofu-
húsi á Undirfelli, undir handleiðslu síra Hjörleifs Einars-
sonar og maddömu Guðlaugar konu hans.
Það var gaman að sjá ungu námsmeyjarnar allar í
peysufötum með skotthúfur og á íslenskum skóm. —
Miklar eru breytingarnar frá þeim tíma á húsakynnum
skólans og klæðnaði ungu stúlknanna.
Annað er mjer einnig minnisstætt frá þessari kvöld-
skemtun, en það vareinskonar tískusýning, er námsmeyj-
arnar sýndu. Komu þær fram í búningum, er voru í tísku
um það leyti, sem skólinn tók til starfa, og fram að alda-
mótum. — Var þar sýnd innlend og erlend tíska: Gamli
faldbúningurinn, íslensk reiðföt, peysuföt o. fl. — og svo
erlendir búningar, hversdags- og spariföt, og nokkrir
samkvæmiskjólar. — Heyrði jeg marga minnast á það,
live sýning þessi hefði tekist vel. — Margt fleira var til
skemtunar, svo sem söngur, þjóðdansar, upplestur, leik-
rit og fleira.
Báða dagana var handavinnusýning nemenda í Barna-
skólahúsinu á Blönduósi. — Skólasýningin var falleg og
f jölbreytt, en í lítilli stofu var svo önnur sýning, Jrar voru
gamlir munir unnir á Ytrieyjarskóla. — Mátti þar sjá
marga fallega hluti, þótt gamlir væru. — Þar voru tvær
samfellur, saumaðar á Ytriey. — Aðra samfelluna hafði
Margrjet Sigurðardóttir, prestskona á Höskuldsstöðum,
saumað, hún var kenslukona við skólann 1889—94. — Jó-
hanna Briem, síðar prestskona í Reykliolti, átti jaarna
marga fallega muni með mismunandi saum og gerðuni,
er hún kornung stúlka vann á Ytriey. — Þá voru þarna
fjölmargar gerðir af hnýttu slipsiskögri, eftir Guðrúnu
B.riem, prestsdóttur frá Auðkúlu, en hún var forstöðu-
kona á Ytriey 1895—98. — Fallegar myndir saumaðar með
listsaum voru og þarna, og gömul krosssaúmsmynd, er