Hlín - 01.01.1956, Page 119
Hlin
117
Rínarlönd.
Brot úr ferðasögu.
Hertha Schenk Leósson.*)
„Þeim, sem voi Guð vill gleði veita,
éreiðir hann tör um lönd og sæ.“
Með þessum einkunnarorðum liófum við hjónin,
ásamt syni okkar, Þýskalandsför ihaustið 1955.
Hinn 1. október stigum við upp í flugvjelina „Sögu“ á
Reykjavíkurl''1 ugvell i. Það er nýjasta millilandaflugvjel
Loitleiða.
Það var æfintýraleg tilfinning, sem gag'ntók okkur. þar
sem við klufum háloftin með undraverðum hraða. — Við
hölluðum okkur makindalega aftur á l)ak í sætunum.
Brosandi flugþerna færði okkur kodda og ábreiður. til
þess að vel færi um líkiamann ekki síður en sálina, og auk
þess gáfu þær ihverjum farþega brjóstsykurmola, átti það
að vera til þess að maður fengi síður hellu fyrir eyrun,
sem surnir fá, þegar upp í háloftin kemur. — Dagblöð og
tímarit gátu menn fengið til að stytta sjer stundir með.
Hvítir, þykkir skýjabólstrar veltast fram hjá, annað
var ekki að sjá út um glugga flugvjelarinnar. — Skrúfurn-
ar þuldu sinn sterka, tilbreytingarlausa söng. — Kn svo
kom miðdegismaturinn. Það var þægileg tilbreyting. —
Hverjum farþega var afhentur lkill bakki og gat þar að
líta ágætan, steiktan fisk með sósu og kartöflum, bikar
með tÓmatsúpu og annar með blönduðum ávöxtum. —
Klukkan þrjú um daginn var gefið kaffi. — En skyndilega
lækkaði vjelin flugið. Við komum niður úr skýjakafinu,
og nú fór að sjást niður á jarðríki aftur. — Eftir stutta
*) Frú Hertha er gift Haraldi Leóssyni frá Sigtúnum í Eyja-
firði. Haraldur er kennari við Gagnfræðaskólann á ísafirði.