Hlín - 01.01.1956, Page 120
118
Hlín
stund lentum við á flugvellinum ,hjá Gautaborg í Sví-
þjóð. — Þar var þægilegur ylur í lofti eins og á sumardegi
á íslandi.
Hverjum farþega var afhentur miði, sem á var ritað:
„Flugfjelagið Loftleiðir býður yður til kaflidrykkju í
flugvallarhótelinu í Gautaborg.“
Eftir hálfrar stundar dvöl hröðuðu farþegarnir sjer aftur
út í flugvjelina og „Saga“ hóf sig á loft á ný og stefndi í
suðvestur til Danmerkur. — Nú tók rökkrið að færast yf-
ir. — Það var dásamleg sjón að sjá yfir ljósahaf Raup-
■mannahafnar. — Sumsstaðar blikuðu stór og björt ljós í
löngum, beinum röðum eins og glóandi eldkúlur væru
dregnar upp á band. — Allir fluglarþegarnir horfðu hug-
fangnir á þessa ljósadýrð á jörðu niðri. — Eftir stundar-
flug lentum við á hinum geysintikla flugvelli Ham-
borgar.
Það tók stutta stund iað skoða vegabrjef og farangur
farþeganna. — Þegar því var lokið, flutti stór, nýtísku-
bifreið farþegana inn í bæinn. — Flugl jelagið hafði und-
irbúið komu okkar, pantað herbergi í hótelinu Reic'hs-
Jiof. — Einkennisbúnir dyraverðir og þjónar tóku á móti
gestunum með bugti og beygingum. — Okkur var vísað
inn í stóran og skrautlegan borðsal. — Hljómsveit Ijek
þar af mikilli list, en skrúfur flugvjelarinnar hjeldu
álram að raula sinn þulusöng í eyrum manna enn um
stund .— En mikil var viðhöfnin, okkur fanst við vera
komin í einhvern æfintýraheim. — Að loknum kvöld-
verði fórum við í stutta skemtigöngu um uppljómaðar
götur stórborgarinnar. — Auglýsingarnar glóðu á húsun-
um og yfir þeim, með marglitu og risavöxnu logaletri,
sem lesa mátti langar leiðir til. — En sú breyting, sem
orðin var síðan 1949, þegar stór svæði af borginni Ham-
borg lágu í rústum eftir styrjöldina!
Næsta morgun flugum við frá Hamborg ylir Holland
til Luxemburg. — iÞað var eins og við værum alt í einu
komin inn í sumarland. Þar voru rósirnar 'blómstrandi í