Hlín - 01.01.1956, Síða 137
Hlin
135
Enn um „Bræðraborg“ á Kópaskeri.*)
Eins og kunnugt er reisti Kaupfjel. Norður-Þingeyinga
vje sín á Kópaskeri árið 1894 við nær hafnarlausa eyði-
strönd. — Aðstaða til að taka móti vörum var ekki önnur
en smá árabátar, og varð að vaða með vöruna á baki sjer
úr bátunum upp á sandinn. — En nágrenni Kópaskers
átti mörgum vöskum mönnum á að skipa, har svonefnda
Brekkubræður þar Ihæst. — Þeir voru synir Ingimundar
Rafnssonar bónda á Brekku í Núpasveit og Hólmfríðar
Jónsdóttur konu hans og hjetu Jón. Guðmundur, Árni,
R'afn og Sigurður.
Á fyrstu árum fjelagsins voru þeir menn á besta aldri,
þrekmenn miklir, og svo einhuga og djarfir, að á orði var
Iiaft um nærliggjandi sveitir. — Tóku þeir bræður að sjer
alla forustu um afgreiðslu skipa, sem fluttu varning að
og frá Kópaskeri. — Fórust þeim störfin með þeim ágæt-
um, að skipstjórar márgir töldu afgreiðslu á Kópaskeri
tina hina bestu á landinu með tilliti til aðstöðu. — En
svo var gifta þeirra bræðra örugg, að ekkert slys kom fyrir
þá, þó oft væri teflt á tæpu vaði í átökum við úfinn sjó.
Nú er aðstaða mikið breytt á Kópaskeri frá því sem var
á frumbýlisárunum. — Komin öflug steinsteypubryggja,
þrír stórir uppskipunarbát'ar og vjelbátur til að draga þá
milli skipa og lands. — En þá vaknaði sú spurning: —
„Hvað skeður, ef vjelin í dráttarbátnum bilar í dimm-
viðri og sjógangi?" — Um þetta var rætt á kaupfjelags-
fundum og í iheimahúsum. — Niðurstaðan varð sú, að
#) í síðasta árgangi „Hlínar“ var þess minst, að Kaupfjelagið
á Kópaskeri hefði eignast björgunarbát, sem hlaut nafnið
„Bræðraborg“. — Þessi fáu orð voru tekin úr brjefi frá konu í
hjeraðinu. — Meðan á prentun ritsins stóð, barst fullkomnari
frásögn frá kunungum manni um þetta efni, og þykir rjett að
birta hana hjer.